Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 15
95
Dani); eina pólitíska veizluræðan, er flutt var í þeim fagnaði
öllum, var ræða dr. Valtýs Guðmundssonar (að þingvelli 2. ág.)
og var þar haldið fram jafnréttiskröfum í áheyrn konungs, hinnar
dönsku stjórnar og ríkisþingsmanna. Einnig nú, er nefndarmenn
hefja störf sín, flytja ísl. blöð greinar um málið. Staðfestast menn
æ betur og betur í hinum ómenguðu ríkiskröfum, er þjóðin
telur sig eiga rétt til — eigi aðeins eðlilegan rétt, er á rót sína
að rekja til sérstakrar legu, sérstaks þjóðernis o. fl., heldur og
lagalegan, samkvæmt vitnisburði sögunnar. Hefir þetta í rauninni
ávalt verið grundvallarskoðun (mismunandi orðuð) meginþorra hinna
ágætustu Islendinga, og hafa þeir notið fylgis almennings til að
halda henni uppi. íslenzkar raddir í aðra átt, hafa að jafnaði
stafað af því einu, að málið hefir verið vanhugsað og hvergi
nærri krafið til mergjar, en íslenzk alþýða mun altaf í hjarta sér
hafa óskað sjálfstæðis, þótt hún hafi tíðum látið blekkjast af orð-
um, er eigi vóru gegn í þeim málum. Er nú ástæða til að ætla,
er útlendingar (svo sem hinn sænski stjórnmálamaður og fræði-
maður Ragnar Lundborg) eru teknir að halda uppi vörn fyrir
fullveldi þjóðarinnar, að allir íslendingar, undantekningarlaust,
fylgi fram rétti landsins, í samfylking, er eigi verði rofin.
Nefndarmennirnir íslenzku eiga, rétt skilið, háleitan starfa
fyrir höndum; og það eru ekki einungis íslenzk augu, sem horfa
á athafnir þeirra, því að víða mun því verða gaumur gefinn,
hvernig þeir gæta sæmdar landsins. Standi þeir stöðugir við
íslenzkar réttarkröfur, eins og þær koma fram í Pingvallafundar-
ályktuninni, þá fara þeir frægðarför, hvort sem samningar kom-
ast á eður eigi.
G. Sv.
Á fjöllum.
(Kveðið vestur á Kyrrahafsströnd).
I.
Hve fagurt er hérna á fjöllunum þeim,
sem fagurgrænn skógurinn klæðirl
Sér smáfuglar leika um ljósbláan geim,
og léttur berst söngur um hæðir.