Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 15

Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 15
95 Dani); eina pólitíska veizluræðan, er flutt var í þeim fagnaði öllum, var ræða dr. Valtýs Guðmundssonar (að þingvelli 2. ág.) og var þar haldið fram jafnréttiskröfum í áheyrn konungs, hinnar dönsku stjórnar og ríkisþingsmanna. Einnig nú, er nefndarmenn hefja störf sín, flytja ísl. blöð greinar um málið. Staðfestast menn æ betur og betur í hinum ómenguðu ríkiskröfum, er þjóðin telur sig eiga rétt til — eigi aðeins eðlilegan rétt, er á rót sína að rekja til sérstakrar legu, sérstaks þjóðernis o. fl., heldur og lagalegan, samkvæmt vitnisburði sögunnar. Hefir þetta í rauninni ávalt verið grundvallarskoðun (mismunandi orðuð) meginþorra hinna ágætustu Islendinga, og hafa þeir notið fylgis almennings til að halda henni uppi. íslenzkar raddir í aðra átt, hafa að jafnaði stafað af því einu, að málið hefir verið vanhugsað og hvergi nærri krafið til mergjar, en íslenzk alþýða mun altaf í hjarta sér hafa óskað sjálfstæðis, þótt hún hafi tíðum látið blekkjast af orð- um, er eigi vóru gegn í þeim málum. Er nú ástæða til að ætla, er útlendingar (svo sem hinn sænski stjórnmálamaður og fræði- maður Ragnar Lundborg) eru teknir að halda uppi vörn fyrir fullveldi þjóðarinnar, að allir íslendingar, undantekningarlaust, fylgi fram rétti landsins, í samfylking, er eigi verði rofin. Nefndarmennirnir íslenzku eiga, rétt skilið, háleitan starfa fyrir höndum; og það eru ekki einungis íslenzk augu, sem horfa á athafnir þeirra, því að víða mun því verða gaumur gefinn, hvernig þeir gæta sæmdar landsins. Standi þeir stöðugir við íslenzkar réttarkröfur, eins og þær koma fram í Pingvallafundar- ályktuninni, þá fara þeir frægðarför, hvort sem samningar kom- ast á eður eigi. G. Sv. Á fjöllum. (Kveðið vestur á Kyrrahafsströnd). I. Hve fagurt er hérna á fjöllunum þeim, sem fagurgrænn skógurinn klæðirl Sér smáfuglar leika um ljósbláan geim, og léttur berst söngur um hæðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.