Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 80

Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 80
i6o »sögulegur réttur« (Norðmanna), að íslenzk tunga, eins og hún var töluð í fornöld, kallist nu (á dönsku eða norsku) »oldnorsk«, en ekki »oldnordisk«, sem Danir hafi búið til. Snorri telur þó tunguna hafa verið talaða um Norðurlönd öll (og nefnir hana jafnvel »danska tungu«). í*ar sem höf., svo sem réttmætt er, finnur mjög að því við Dani, að þeir afbaki öll íslenzk orð og heiti og geti aldrei stafað þau rétt, mætti ætla, að hann gerði sig ekki sekan í hinu sama; en íyrir slíku vottar þó, t. d. er hann segir, að skraddari heiti á íslenzku »kÍ0ðjasmiður«(!), eða talar um »Hið samlinaða gufuskipa- fjellag« o. íl. smávegis, sem þó sumt getur stafað af prentvillum. Eigi er það rétt, að akfæri séu alls ekki notuð á íslandi, og enn eigi það, að »tveir skógar« séu þar aðeins teljandi, við Hallormsstað og í Fnjóskadal, því að Núpsstaðarskóg ber einnig að tilgreina. En orsök þessarar ónákvæmni er sjálfsagt fákunnátta þeirra, er hafa »frætt« höf. um hagi landsins. En þótt þannig séu fáeinar villur í bókinni, er hún samt svo vel og skynsam- lega rituð, að ánægja er að lesa hana. Andar úr henni þýður blær skilnings, virðingar og vináttu — og við hljótum við lestur hennar að styrkjast í þeirri vissu, er höf. og landar hans hafa rótgróna eigi síður en við, að séu nokkrar af Norður- landaþjóðunum enn að mun skyldar, þá eru það Norðmenn og Islendingar. G. Sv. UM LANDSRÉTTINDI ÍSI.ANDS og réttarkröfur íslendinga gegn Dönum hélt cand. mag, Bjarni Jónsson frá Vogi allýtarlegan fyrirlestur í Stokkhólmi 7. apríl þ. á„ og fluttu öll hin stærri blöð Svía (að minsta kosti í höfuðstaðnum) útdrátt úr þeim fyrirlestri 8. og 9. apríl og gerðu góðan róm að honum. V. G. EIMSKIPASAMBAND MILLI AMERÍKU OG ÍSLANDS. Svo segja fróðir menn, að sendiherra Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn hafi lagt til við stjórn sína og þing, að veitt yrðí fé til að koma á beinu eimskipasambandi milli Ameríku og íslands, og ekki talið vonlaust, að . þeirri tillögu muni bráðlega sint, með því að frumvarp um ýmsar þesskonar styrkveitingar til að efla verzlun Bandaríkjanna liggi nú einmitt fyrir þingi þeirra. V- G. UM ÍSLANDSFERÐ sína og rannsóknir og viðburði á henni sumarið 1907, hélt hr. Spethmann fyrirlestur í Landfræðisfélaginu í Lubeck 9. jan. þ. á., og er útdráttur úr þeim fyrirlestri pientaður í »Vossische Zeitung« 12. jan. 1908, Sem kunnugt er, druknuðu tveir af félögum hans í gígvatni í öskju, málarinn Rudolf og dr. V. Knebel. sem var foringi fararinnar. Varð því för hr. Spethmanns heldur en ekki söguleg, og skýrir hann í fyrirlestri sínum frá þessum atburðum. Eftir lát félaga sinna (í júlí) hélt hann einn uppi rannsóknum fram í september, og kveður nokkurn vísindalegan árangur hafa orðið af þeim. Ekki kveðst hann geta gefið landsbúum neitt sérlega góðan vitnisburð, þótt nóg hafi verið af þeim látið í mörgum ferðamannabókum. Kvenfólkið sé reyndar mjög fallegt, en karlmennirnir veki nánast óbeit hjá manni, enda sé ekki neitt gott upplag í þeim. feim sé alt of gjarnt til að féfletta alla útlendinga. V. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.