Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Page 1

Eimreiðin - 01.05.1910, Page 1
Vísindalegar nýjungar og stefnubreytingar nú- tímans. Eftir ÞORVALD THORODDSEN. II. UPPRUNI LÍFSINS. BREYTlPRÓUN. ENDALOK DARWINSKENNINGAR. Hvað lífið er í raun og veru, veit enginn. Vísindamenn vorra tíma eru í því efni engu fróðari en spekingar fornaldarinnar. Einn hinn mesti líffræðingur 19. aldar, Th. Huxley, kallaði lífið »von- lausa ráðgátu«, og þá er varla við að búast, að þorri manna kom- ist lengra. Pó nú lífið sé ráðgáta í sjálfu sér, þá hafa þó vísindi vorra tíma stórkostlega aukið þekkinguna um öll fyrirbrigði lífsins á háu og lágu stigi, ínnan þeirra vébanda, sem mannlegri skynj- an og skynsemi eru sett. Pað getur varla nokkur gert sér í hugarlund, sem ekki kannar það sjálfur, hve lífið er margbrotið, unaðslegt og undarlegt á jörð vorri. Fyrir hvern þann, sem líta vill kringum sig, er jörðin hið dýrðlegasta töfraland. Þaö eru einkum tvö grundvallaratriði, tvær gátur, sem mannsandinn lengi hefir verið að reyna að ráða, og eru báðar jafnörðugar viðfangs, enda langt frá því, að menn séu enn komnir að nokkurri vissri niðurstöðu. 1. Hver er uppruni lífsins á jörðu vorri. 2. Á hvern hátt er hin mikla margbreytni dýra og jurta fram komin, og hvernig stendur á því aðdáanlega samræmi sem er á milli lifnaðar- hátta, lífsskilyrða og líkamsbyggingar. Náttúrufræðingar hafa svo hundruðum skiftir fengist við rannsóknir, sem að þessu lúta; en hér munum vér fara fljótt yfir sögu, sökum þess, að allmikið hefir verið ritað um þau efni á íslenzku; vér munum aðeins drepa á skoðanabreyting seinni tíma og athuga, hvernig þessi spursmál horfa við frá sjónarmiði hinna nýjustu rannsókna. Pó verðum vér til skýringar lítils háttar að minnast á hinar eldri skoðanir. 6

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.