Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Side 3

Eimreiðin - 01.05.1910, Side 3
79 færð niður á við, og nú þóttust menn hafa fundið lífkveikjur, líf- rænar agnir, sem kæmu fram við sjálfsmyndun. Þegar vatni var helt á hálfrotnar leifar af dýrum og jurtum, sást í sjónauka, að alt úði þar og grúði af örlitlum dýrum, sem enginn vissi, hvaðan komu; lá þá nærri að ætla, að þau mynduðust við rotnunina. Dýr þessi eru kölluð skolpdýr (infusoria), þau eru margbreytileg að útliti, hreyfa sig með bifhárum og öngum, en eru svo smá, að þau eru mörg ekki stærri en þúsundasti hluti af þumlungi, og þó eru sum minni. Spallanzaní (1729—99) fann með tilraunum, að skolpdýrin komu eigi fram eða kviknuðu eigi, ef rotnunarefnin voru hituð nógu lengi og loftinu hleypt út með hitanum, en and- rúmslofti bægt á burt. Menn fengu þá að vita, að rotnunin or- sakast af aðkomu loftsins og lífögnum þeim, sem því fylgja; á þessu er öll niðursuða bygð,^ matvælin skemmast eigi, eins og kunnugt er, ef þau eru soðin í loftþéttu hylki, heita loftinu er hleypt út og svo lóðað fyrir opið; ef vel er frá öllu gengið, kom- ast engar lífagnir í matvælin, sem skemdum geta valdið. Nú voru menn komnir svo langt niður á við, að fengin var vissa fyrir því, að skolpdýrin gætu eigi kviknað við rotnunina, en altaf bötnuðu sjónaukarnir og menn fundu örsmáar lífagnir, gerla og bakteríur, miklu smærri en áður hötðu þekst, og nú lá það næst, að þessar lífagnir, sem standa mitt á milli dýra- og jurta- ríkis, eða eru fyrir neðan bæði ríkin, hlytu að myndast úr rotn- uðum efnum eða kvikna með öðrum orðum. Hugmyndin um sjálfskviknun lífsins á lægsta stigi var altaf að þoka undan, lengra og lengra niður í smæddina. Cagniard de la Tour fann 1836, að gerð í öli og víni orsakast af örsmáum jurtum, gerlum,1 og hefir sú uppgötvun, sem kunnugt er, með því, sem af henni hefir leitt við uppgötvanir og rannsóknir Pasteur's og annarra, haft stórkostleg áhrif á iðnað og framleiðslu mannkynsins. Allan seinni hluta 19. aldar rannsökuðu menn hinar smæstu lífagnir af mesta kappi, og kom þá í ljós, að þær eru valdar að allri rotnun, en langt frá, að þær kvikni af sjálfu sér, þær æxlast og tímgast 1 Auk gerlanna eru til ýms kemisk efni (ferment), sem gerð kveikja og efna- breytingum valda í hinni lifandi náttúru. Sum af þeim eru kölluð enzym, þau eru eggjahvítukend og uppleysanleg í vatni. Efni þessi hafa undarlega náttúru, sem líkist einkennum lifandi efnis; ef þau eru hituð 60—ioo°, hætta áhrif þeirra alveg, eins og áhrif gerla og baktería, það er eins og efnin »deyi« j ýms sótthreinsunar- efni, sem drepa gerla og aðrar lífagnir, eyða líka áhrifum þessara gerðareína. 6*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.