Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 5
8i
lánast að finna samsetningu þessa efnis með fullkominni vissu.
Prátt fyrir óteljandi rannsóknir og tilraunir á verkstofum efna-
fræðinga og rannsókn í beztu sjónaukum, hefir ekki telcist að
finna, hvað það er, sem gerir mismun lifandi og dauðrar eggja-
hvítu, og getur þó varla meiri mismun. Erníl Fischer (f. 1852)1
hefir komist einna lengst í slíkum rannsóknum, og þó hefir honum
ekki tekist að finna grundvallaratriðin, sem alt veltur á. Rann-
sóknir líffræðinga hafa leitt í ljós, að fjöldamörg störf hins lifandi
líkama framkvæmast af almennum náttúrukröftum, af kemiskum
og fýsiskum öflum, en lífið sjálft er ekki hægt að kanna,
menn geta ekki handsamað hið leyndardómsfulla afl, sem stýrir
og stjórnar störfum hinnar lifandi náttúru, sem liggur bak við
næring og æxlun, arfgengi og þroska, sem á einhvern hulinn hátt
beinir verkunum hinna einstöku lífsparta í þá átt, sem hentugast
er fyrir heildina, með nokkurs konar ósjálfráðri og meðvitundar-
lausri skynjan, sem vér ekki getum gripið. Til skamms tíma ætl-
uðu flestir líífræðingar, að hægt mundi verða að skýra allar verk-
anir lífsins með hreyfingaröflum hinnar dauðu náttúru (á mekan-
iskan hátt), en nú eru flestir farnir að sjá, að það er grunnhugsað;
lífið er sjálft jafnóskiljanlegt, þó menn reyni að vega það og mæla,
eða réttara sagt, það er vanhugsað, að það sé mögulegt að prófa
það á sama hátt, eins og almenn fyrirbrigði í eðlisfræði og efna-
fræði. f*ó ýmsir hafi verið að böglast við að skýra lífið á þennan
hátt, hefir það jafnan herfilega farið út um þúfur. Menn sjá betur
og betur, að lífið er gjörsamlega frábrugðið öðrum náttúrulögum,
og ekki hægt að glöggva fyrir sér hið insta eðli þess með vana-
legum tilraunum og röksemdaleiðslu. Hinn nafnfrægi lífíræðingur
og efnafræðingur E. v. Bunge, hefir fyrir nokkrum árum sagt:
»Ég fyrir mitt leyti verð algjörlega að mótmæla þeirri kenningu,
að engin önnur framkvæmdaröfl séu starfandi í hinni lifandi nátt-
úru, heldur en þau öfl og efni, sem hingað til hafa verið notuð við
skilning hinnar líflausu náttúru; ef vér ekki sjáum annað hjá lifandi
verum, þá er það engu öðru að kenna en hinni takmörkuðu þekk-
ingu vorri. Vér höfum ekkert annað til athugunar en fimm skiln-
ingarvit, sem aðeins ná yfir takmarkað svið af hreyfingar-
fyrirbrigðum, og að ímynda sér, að menn, með hinum ytri
skilningarvitum nokkurntíma geti gripið fyrirbrigði af öðru tægi,
1 Kmíl Fischer í Berlín fékk Nóbelverðlaun 1902.