Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 6

Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 6
82 er hugsunarleysi. Vér höfum þó auk þess 1 huga vorum innra skilningarvit, sem vér getum notab til að rannsaka fyrirbrigði vorrar eigin skynjunar og meðvitundar, og það sýnir oss, að eðli lífsins er af alt öðru bergi brotið, og bendir oss á framkvæmdir, sem alls ekki hlýða aflfræðislögum. Margir efnissinnar staðhæfa, að því meir sem líffræðinni (fýsíólógí) fari fram, því hægra sé að skýra fyrirbrigði lífsins eftir efnis- og eðlislögum. En saga lífifræð- innar sýnir einmitt hið gagnstæða; því nákvæmar og grandgæfi- legar sem vér rannsökum fyrirbrigði lífsins, því betur sjáum vér, að fjöldi þeirra lífsstarfa, sem vér áður ætluðum að gerðust eftir al- mennum efnislögum, eru miklu margbrotnari, en vér áður hugðum, svo vér verðum eigi ósjaldan að sleppa öllum »mekaniskum« skýringartilraunum. Öll þau fyrirbrigði í líkama vorum, sem al- gjörlega er hægt að skýra eftir aflfræðislögum, eru jafn-fráhverf því að vera sannarleg lífsfyrirbrigði, eins og hreyfing blaða og greina á tré, sem vindurinn blæs í gegnum«. Margskonar rannsóknir hafa sýnt, að lífið getur leynst mjög lengi hjá dýrum og jurtum hinna lægri flokka, jafnvel þó almentiar efnabreytingar og öll eðlisstörf líkamans stöðvist. Náttúrufræð- ingurinn Raoul Pictet hefir meðal annars gert merkilegar rann- sóknir þar að lútandi. Hann lét ýms dýr frjósa innan í klaka- stykkjum og íshellum og þíddi þau síðan með mikilli varúð. Fiskar þoldu 150 frost, án þess þeim yrði meint við, froskar og höggormar 25—28° kulda, og kuðungar röknuðu við eftir margra daga kælingu í 110—120° frosti; froskhrogn, skolpdýr og hjóldýr þoldu 6o° frost, og bakteríur af ýmsu tægi lifnuðu við úr 200° frosti, eins og ekkert hefði í skorist, voru alveg eins fjörugar og áður, tímguðust og juku kyn sitt, undir eins og þær röknuðu við. í ioo0 frosti hætta allar efnabreytingar og í 200° kulda hljóta því öll mekanisk lífsstörf að vera löngu hætt. Samt geta margar líf- agnir fullkomlega raknað við og haldið heilsu, þó þær verði fyrir þessum ógurlega kulda um langan tíma.1 Af þessu dregur Pictet þá ályktun, að lífið hljóti að vera »sérstakt, dularfult afl, eins og þyngdarlögmálið, sem altaf helst og aldrei hverfur eða líður undir lok; en það verður að verka á hentuga líffærabyggingu, til þess það geti komið starfatidi í ljós. Séu hin hentugu skilyrði fyrir 1 Sumar bakteríur eru ótrúlega lífseigar; eigi allfáar tegundir þola 2—6 þúsund punda þrýsting á ferhyrnings-sentímetra.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.