Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Page 15

Eimreiðin - 01.05.1910, Page 15
9i fuglstegund, sem enn lifir í sama landi; í egypskum tígulsteinum, 4—5 þúsund ára gömlum, hafa fundist fræ og jurtahlutar, alveg eins bygðir eins og sömu jurtategundir, sem enn vaxa við Níl.' d Á seinni árum hafa menn orðið varir við, að mikil afbrigði geta snögglega komið fram hjá jurtum á mörgum einstaklingum sömu tegundar í einu, og myndast þá nýjar tegundir. Petta kalla menn stökkbreyting (mtitation). Sá sem mest hefir fengist við rannsóknir þar að lútandi, er hinn hollenzki grasafræðingur Húgó de Vries\ hjá honum spruttu nýjar tegundir út af Lamarcks náttljósi.1 3?að lítur út fyrir, að sumar tegundir geti haldist óbreyttar um langan tíma, en þá gerist bylting í lífi þeirra, svo gagngerð breyting verður á skapnaði jurtarinnar. F. Galton hefir, til þess að sýna mismuninn á smábreytingum tegunda og stökkbreytingum, líkt tegundinni við margflötung, sem liggur á einum fletinum, en fletirnir tákna einkenni tegundarinnar. Ef verpill þessi verður fyrir hægum hristingi, rambar hann fram og aftur, þangað til hann kemst í sitt gamla jafnvægi; en verði hann fyrir harðara höggi, getur hann oltið yfir á annan flöt, og þannig snögglega komist í annað jafnvægi. Margir hafa gripið þessa stökkbreytinga-kenningu fegins hendi, því hún er hið eina atriði, sem beinlínis sannar, að nýmyndun tegunda geti átt sér stað í náttúrunni. Eftir því sem bezt verður séð, eru breytingar þessar eftir manna skilningi tilgangslausar og eru alls ekki bundnar við neina þá eiginleika, sem eru hentugir fyrir tegundina; þær skýra heldur ekki orsakir þess, að lifandi verur hafa aðlagast umhverfi eða þroskun náttúrulífsins til meiri fullkomnunar. Pó eru slíkar breytir.gar svo víðtækar, að alt útlit plöntunnar breytist og hin nýju einkenni verða ættgeng. Pekking manna á stökkbreytingum þessum er enn mjög takmörkuð, og alls ekki víst, hvort þær hafa eins almenna þýðingu eins og sumir halda. Auk þess eru menn alveg jafnnær, eftir sem áður, að skilja eðli og orsakir framþróunarinnar; þetta eru enn dularfull fyrirbrigði, sem enginn skilur. Kynbœttir alidýra og alijurta voru ein af aðalstoðum og grundvallaratriðum Darwínskenningar, því Darwín þóttist þar hafa fengið sönnun fyrir því, að bygging dýra og jurta væri sveigjan- leg eftir ytri áhrifum; hann sá, hvernig hægt var að breyta kyn- Ættgengi og kynbætur, bls. ioo—114.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.