Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 25
10 I ingu þessari er sá, að lífið sé ekkert annað en sálarstarfsemi. Frá sjónarmiði þessarar fræðikenningar er sálin einkenni alls lífs frá hinum minsta gerli til mannsins; sálarlífið er að brjótast fram í holdinu, fyrst meðvitundarlaust, svo með meðvitund. Peir fræði- menn, sem aðhyllast þessa skoðun, játa þó, að menn viti eigi, hvað sálarlíf þetta er í sjálfu sér, enda geti menn ekki fremur krafist að skilja það, heldur en grundvöll afls og efnis og annað, sem liggur fyrir utan mannlegan skilning. Sumir ætla, að sálin sé frumeðli alls heimsefnis og eilíft eins og efnið. Um þessa svoköll- uðu »sálarlífsfræði« hafa Pjóðverjar ritað allmikið á seinni árum, og sérstakt tímarit fæst eingöngu við hana. Meðal náttúrufræð- inga, sem gerst hafa forsprakkar þessarar kenningar, má helzt, auk annarra, nefna R. H. Francé, A. Pauly, J. G. Vogt, A. Wagner o. fl. Ýmsir þeir, sem við þessi efni hafa fengist, eru stundum sakaðir um öfgar, sagt, að þeir hugsi sér meðvitundarlíf og skyn- semi hjá plöntum o. s. frv. ÍÝssar hreyfingar, sem vér síðast nefndum, eru sprotnar upp af kenningu Lamarcks og nokkurskonar áframhald af henni, því án starfandi innra tilgangs eða lífsvilja getur Lamarckskenning ekki skýrt orsakir framþróunarinnar. Náttúrufræðingar sjá betur og betur, að það er ómögulegt, að breytiþróunin gerist eingöngu eftir aflfræðislögum, svo þeir neyðast til að hugsa sér einhvern annan kraft bak við efnið, sem þeir þó ekki skilja. Hugsunin um tilgang, stefnu og endimark lífsins (Teleólógí) er nú aftur meir og meir að ryðja sér braut, en að slíkum hugmyndum höfðu menn áður brosað og sveiað, meðan efnisheimspekin og úrvalskenningin sátu að völdum; með náttúruvali og öðru reyndu menn að sanna tilgangsleysi hinnar lifandi tilveru, en ábyggilegar sannanir fengust ekki. Vér höfum nú í stuttu yfirliti athugað hinar allra helztu hug- myndir vísindanna um lífið og framsókn þess, og bent á hinar gersamlegu stefnubreytingar, sem nú eru að verða. Vísindamenn trúa á framþróun lífsins, en skilja hana ekki; kenningar Darwíns, Lamarcks og annarra gátu ekki fundið hinar innri og eiginlegu orsakir breytinganna og allar þær flóknu tilgátur, sem ýmsir vís- indamenn smátt og smátt hafa verið að unga út, hafa flestar reynst lítt nýtar. Sjálfar aðalhugmyndir Darwíns, sem í fyrstu virtust ljósar og auðveldar, eru nú eftir 50 ára rannsóknir orðnar dimmar og flóknar, og stoðirnar fallnar og fúnar. Vísindamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.