Eimreiðin - 01.05.1910, Side 26
102
sjá nú, aö þeir voru heldur fljótir á sér, þegar þeir seint á 19. öld
þóttust hafa fundið lykilinn að leyndardómum tilverunnar, en það
sýndi sig, að hann gekk ekki að skránni, og verður að smíða
annan nýjan, ef það á annað borð er hægt. ?að er þó mikið
unnið, er náttúrufræðingar nú eru komnir að þeirri niðurstöðu, að
þeir í þessum efnum viti lítið, og þeir eigi enn langt í land, áður
þeir skilja eðli og fyrirbrigði framþróunarinnar; það er jafnan mik-
ilsvert, að yfirvinna skakkar hugmyndir, jafnvel þó ekkert komi í
staðinn fyrst um sinn. Vér sjáum, að alt ber að sama brunni í
þessum efnum, sem annarstaðar; menn skilja ekki betur grund-
völl lífsins og framþróunarinnar, heldur en grundvallaratriðin í
eðlisfræði og efnafræði. Öllum hlutum eru takmörk sett.
Þýtt og frumkveðið.
Eftir STGR. THORSTEINSSON.
I. HF.RHVÖT.
(Eftir Tyrtæus1).
Fagur er dauði hins frækna, er frumherja hnígur á meðal,
sína þá stríðir fyr storð, styrkur með hreystimannsþor;
en úr ættborg að hröklast og flýjandi’ af frjólendum ökrum
verðgang að venda sér á, víst er hin argasta smán,
þegar að eigrar þú um með ástkærri móður og föður
öldnum og unglegri með eiginkván barna með hóp.
1 Forngríska skáldið Tyrtæus (Tyrtaios) var uppi um miðja 7. öld f. Kr. í
Spörtu, um það skeið, er Spartverjar áttu í ófriði við Messeníumenn, og orti hann
herhvatir fyrir Spartverja, sem hleyptu í þá hreysti og hugmóði, svo að þeir unnu
fullan sigur, er þeim áður var farið að veita miður. Eftir sögusögn, er menn ntí
telja ósanna, áttu Spartverjar eftir ráði véfréttarinnar í Delfí að hafa skorað á Aþen-
inga að senda sér herforingja, og hafi Aþeningar í storkunarskyni sent þeim Tyrtæus,
sem verið hafi haltur skólameistari. En samt er ekki ósennilegt, að Tyrtæus hafi
verið frá Attíku, og þá íónskur að ætt og uppruna, enda eru herhvatir hans (»elegíur«)
ortar á íónskri mállýzku, — eins og líka stí kveðskapargrein var sérstaklega íónsk*,
en Spartverjar vóru Dórar eða dóriskir að þjóðkyni. Pýðing þessi er með frum-
hættinum, tvíhenduhætti (disticha), sbr. »ísland farsælda frón«, eftir Jónas Hallgríms-
son, og »Land veit ég laugandi fót«, eftir Jón Thóroddsen.