Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 27

Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 27
io3 Hvimleiður hvarvetna því með höldum sá kemur, er lætur þvingast af þrengjandi skort, þurft sinni’ og örbirgðar neyð. Ætt sína óvirðir hann og mannprýði fríðleikans fargar, vansæmd og ófarnan öll eru með honum í för. Ef að því umrenning við er alls engin rækt lögð af mönnum, heiður og hjálp og líkn honum sízt látin í té, hraustir með hugprýði þá fyrir land vort og börnin vor berjumst; spörum, sem lyddur, ei líf, látum oss deyja með sæmd. Upp, upp þér yngismenn nú og hver öðrum hjá haldið stöðu, upp þér, og flótta’ eða felmt ferlegum byrjið ei á, heldur hugmóðinn örvið og hjaldur-þor magnið í brjóstum, hraustir gegn hraustum í styr, hugblauðir elskið ei líf. En hina öldruðu menn, sem ekki’ eru knjáléttir framar, yfirgefna’ ei látið þá ótryggir fiýjandi braut; víst því að væri það skömm, ef hann fallinn fremstur á vettvang lægi þar aldraður einn, ungmenna framar en sveit, sitt meður höfuðið hvítt af hærum og grálitað skeggið, flatur á rykugri rein, rammhuga gefandi’ upp önd, haldandi höndunum kæru að hrærunum vígdreyra stokkinn, — svívirðu sjón væri það seggjum og ámælisverð, þannig að líta hann látinn; en alt skartar vel á þeim unga, aldurs í blóma sem enn æskunnar fríðleika ber. Hugþekkur hann er að sýn höldum, og fljóðunum inndæll lifandi, en fallinn fremst fagur á vígvallar slóð. Fast svo í fylking nú standið og foldina skrefgleiðir spornið, — hver sinni herstöðu trúr, — harðsnúnir bítandi á vör. HÆÐIR. II. Snjóvgar fjalla himinhæðir hvítglitrandi und sólar brá, sigurhnossi sem þú næðir, sjónum hrifinn mænirðu’ á. Dals úr þoku-drunga læðum dregur ljóminn jörðu frá. Ó, hve bjart er á þeim hæðum, ó, hve fagurt til að sjá! Ó, hvað hefir oft mig langað, að ég mætti þangað ná. að ég kæmist þangað, þangað, þar sem ljósið hástól á! Finn ég þar, svo fleira’ eg ræði’ um, furðu ljúfan kostinn einn: Eins og bjart er á þeim hæðum, andi loftsins þar er hreinn.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.