Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Side 30

Eimreiðin - 01.05.1910, Side 30
ioó Á bersnauðri, hreggbarðri heiði vér höfum vorn arin og ból, þar rasta-vítt runnur sést hvergi, í rumbum er veitt gæti skjól. Að utan oss vetrarfrost angrar, að innan oss glorhungrið sker; þeir óvinir áleitnir sækja að oss bæði þar og hér. Og þá er nú skyttan, sem skundar með skotvopnið, aldrei í ró, fyr en að dettum vér dauðir og dreyri vor rauðlitar snjó. Af kulda og hungri’ erum hrjáðir, og herskotum sóttir jafnframt, af fárnauð og feigðinni’ umkringdir, en frjálsir — það erum við samt. j. Æfiniýri ídfsins. »Af bráð þú kemur belgtroðinn, af blóði grön þín rauð; við hinir snöltrum soltnir hér í sárri hungurs nauð. Pví hörkuvetur hrjáir nú og hret og frost og snjór; það eina hross, um hjarn sem kemst, er hraðfær Stormsins jór. Ei manna og skepna minsta spor um mjallahvítt sést láð, nú herm oss, frændi, hvernig þá þú hefir náð í bráð.« Svo úlfahópur að spyr grár, — því ógnasoltinn var, — hinn sadda kumpán kominn heim, sem káta ásýnd bar. Hinn grái frændi glotti um tönn og greitt svo ræðu spann, og upp úr honum orðrétt svo um atburð sagan rann: sPið þekkið kofann, vinir, víst á víðri heiðarflá, með sínu kvendi í sauða nánd þar smali bústað á. Um lágnættið þar læddust tveir á líkum óska veg, í jargans græðgi jafnar tveir, — einn jungherra og eg. Hann hafði í huga hirðis víf á heita að kyssa vör, en ég að fá mér feita kind, mín ferð var til þess gjör. Við gagnslaust snuðra gerðum tveir, við glugga kofans hann, og ég við fjárhús eins fyrir gýg, því aðgengt hvergi fann. En upp úr þessu’ að ending samt ég eitthvað hafa vann, því úr því kindin engin fékst, — þá át eg jungherrann.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.