Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Page 31

Eimreiðin - 01.05.1910, Page 31
io7 6. Þinn ég er. mín œttjöri) kæra! (ungverskur þjóðsöngur).1 Pinn ég er, mín ættjörð kæra, allan áttu mig; hvað á jörð ég ætti’ að elska, ef ei, land mitt, þigf Mínu' í hjartans munar-hofi mynd þín geymd er trú; samt það gæfi’ eg hof að hruni, hætt ef kæmist þú. Mitt skal hinzta andvarp inna ósk frá hjartans rót: sína blessun guð hittn góði gefi Ungarns sjót! En um það ég þyl sem fæstum, þér hvað ann ég heitt, og að kærra hér í heimi hvergi finn ég neitt. Pví, sem skugginn þinn ég væri, þrávalt fylgi ég, samt ei aðeins sæl á meðan sól skín á þinn veg; en sem skuggar ætíð lengjast, að þá rökkur fer, svo vex og mín sorg, ef voðann sé ég steðja’ að þér. Hvar sem menn þér hefja fullin, hratt ég þangað sný, bið, að gullfríð gæfusólin geisli’ um þig á ný, bikar tæmi, brátt þótt finni’ eg: bitursætt er vín, æ, því harmtár í það hrundu, ættjörð, vegna þín! 7. Við hlín Við hlín ég hlaut að skilja, sem harla mjög ég unni; þá hinzt ég hlaðs leit gunni, með sárri sorg mig sleit ég frá sætum hennar munni. Að sönnu meyjar missinn, ég hlaut að skilja, sem mér bjó elcka stríðan, er frá leið fyrntist yfir; en oft þó er mér síðan sem enn ég finna kunni þess svannans, sem ég unni, hinn síðsta koss á munni. á1. Ég geng um foldu bleika, snauða, bera. Ég geng um foldu bleika, snauða, bera, þar blóm ei nokkurt mundi sprottið vera; ei stakur runnur, þar sem tæki tali, að tylt sér gæti’ og sungið næturgali. 1 Sbr. Berggrens Folkesange og Melodier, Khöfn 1870, 106, bls. 60.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.