Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Side 35

Eimreiðin - 01.05.1910, Side 35
111 jarðarbyggja, en ekki einhver hinn mesti spellvirki. Og menjar Napóleons eru alstaðar í París, um alt Frakkland, alla Evrópu og víðar. Aðeins eitt skal nefnt. Hversu margt væri ekki öðruvísi, ef allir þeir hefðu sóttdauðir orðið, sem féllu fyrir örlög fram í styrjöldum þeim, er hann vakti. Ein afleiðing Napóleons mikla var annað keisaradæmið, Na- póleons þriðja, sem rangnefndur hefir verið hinn litli, og svo hrunið mikla og keisaradæmið þýzka. Par hafði Napóleon unnið í hendurnar á Bismarck. Vér undrumst, hversu frábært viljaþrek og framkvæmdarþrek gat gert að verkum, að þessi eini maður fékk vald á forlögum svo ótal margra; vér undrumst það afl til framkvæmda, sem í einum manni getur búið, er vér virðum fyrir oss Napóleon, frem- ur en flesta aðra. En jafnframt er saga hans vel fallin til að sýna oss, hvernig jafnvel annar eins jötunnvilji er ástæðum háður, hversu djúpt og vítt standa rætur að öllum viðburðum, hversu mannkynið minnir á kórallasmíð, þar sem óteljandi hafa að unnið. Napóleon hefði ekki orðið þessi heimsviðburður, sem hann varð, hefði ekki — svo að ég stikli aðeins á því stærsta — Loðvík XIV. verið búinn að vinna í hendurnar á honum, með því að gerast þessi valdasól, sem alt í ríkinu snerist um; og hefði ekki ennfremur veitt honum í vil með því, að í ragnarökkri stjórnarbyltingarinnar hafði úlfur uppreistarinnar gleypt valdasól konungdómsins og skilið þar eftir autt og ófylt sæti. En stjórnar- byltingin sjálf hefði aldrei orðið, hefði hin nýja upplýsing og heimspeki ekki víkkað sjóndeildarhringinn og kent mönnum að hugsa og brjótast um, þar sem þeir áður höfðu trúað og þolað. Á dögum Loðvíks XIV. hefði Napóleon líklega orðið frægur hershöfðingi eða frægur ráðgjafi, en ekki meira. Ekki eins frægur í sögum eins og Bismarck. HELGI PJETURSS. 8*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.