Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 36

Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 36
I 12 Hin íbúandi forsjón Úr ensku. Eftir dr. K. C. ANDERSON. Hámark hugsjónanna í fornkirkjunni var kenningin um holdgun guðs í Jesú Kristi. Sú kenning var samþykt í Níceu 325 á 1. alls- herjarþingi kirkjunnar og er fólgin í trúaijátningu þeirri, er við þá borg er kend síðan. Röksemdaleiðslan, er sigraði, var í stuttu máli þessi: Hann, sem átti að opinbera guð, hlaut að hafa guðs eðli, því hvernig mátti hann ella opinbera hann! Maðurinn girntist að fá að vita, ekki hvernig sá eða sá hugsar sér hann, heldur hvernig guð hugsar, og það megnar enginn að segja nema sá, sem gæddur er guðs eðli. Beggja eðli er eins, dæmdu þeir. Og orðatiltækin, sem það skyldu tákna, voru þessi: »Guð af guði, ljós af ljósi, sannur guð af guði sönnum getinn, ekki gerður (skapaður) af sama frumefni og faðirinn«. Þessi kenning hefir æ síðan ráðið í kirkjunni. En hámark hinnar vis- indalegu hugsunar nútímans er guð í manninum, eða mannkyninu. Nýjasta setning vísindanna er sú fullyrðing, að hið sanna vald, sem birtist eins og kraftur í hinum efniskenda umheimi, opinberi sig eins og í persónu mannsins. »Vér erum ávalt«, segir Herbert Spencer, hinn mesti náttúruspekingur heimsins, »í nærveru óendanlegs og eilífs kraftar, sem allir hlutir koma frá«. Þessi óendanlegi íbúandi kraftur, er birtist eins og afl í efnaheiminum, sprettur upp innra hjá manninum, fyrst eins og einföld meðvitund, síðan sem sjálfsmeðvitund, og loks sem guðs-meðvitund. Maðurinn samansafnar í eðli sínu, í ólíkum hærri og hærri starfsemdum, ýmsum myndum kraftar og lífs, sem áður en hann varð til, bjó í þróun heimskraftanna. Hjá honum verða lög efnisheims- ins að skynjunum og námsvitundum, frumhvötin verður að skoðun, námskennanin að íhugun. Blindur aðdráttur ummyndast í ylhvatir vís- vitandi elsku og siðlegs úrvals. Lífsmyndunarkrafturinn eða valdið — hið lífgefandi frumafl náttúrunnar — birtist aftur i æðri starfsemi í með- vitund mannsins. Þannig er maðurinn æðsta opinberun máttar og meg- ins náttúrunnar. Hann er því að því leyti guðs holdgun. Og orðatil- tæki Nícensku trúarjátningarinnar eiga þá heima hjá honum. Hinir fornu trúarjátningasmiðir hafa óvitandi verið að búa til ættartölu mann- kynsins, þá eru þeir ættfærðu Jesú Krist, Fyrir því þarf ekki að rengja úrskurð Níceuþingsins, hvað aðalefni trúaijátningarinnar snertir, heldur þarf einungis að kveða fyllra að og kalla mannkynið eitt í guði og sama frumeðlis sem hann. Og samhljóðanin nær lengra. Spurningin, sem olli feðrunum í Niceu svo mikilla heilabrota, hefir þótt brosleg, sem væri hún tómur hugardraumur eða sérvizka, enda hefir hin nýja kenning um ibúð guðs i manninum einnig verið skoðuð á sama hátt og verið talin nytsemdar- laus fyrir lífernið. En einn hinn merkasti vitringur hefir kallað þingið í Níceu, það sem úrskurðaði eining guðs og manns, »eitthvert hið þýð- ingarmesta allsherjarþing, sem háð hefir verið á jörðunni. Og með sama rétti má kalla þá hreyfing í guðfræðinni, sem leggur áherzlu á þá kenn-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.