Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 37
1 '3 ing, að guð snerti manninn: >Guð í manni og maður í guði«, sé einhver hin mesta hreyfing, sem orðið hefir í sögu kristninnar. Þó að nýja guðfræðin hefði ekkert annað unnið en að halda umfram alt annað fram hugmyndinni um sameining guðs og mannsins, sem er svo djúpur og háleitur sannleikur, að hærra kemst engin mannleg hugsun, þá hefði það verið meira en nóg henni til meðmælis og réttlætingar. Það er engin tóm eða eingöngu huglæg kenning. Ekkert er efnismeira eða ávaxtasamara. f*á verður minni munur í heiminum á því, hvort mað- urinn trúir því, að hann sé undir stjórn forsjónar alveg fyrir utan sjálfan hann, ellegar hann sé undir handleiðslu íbúandi máttar í eigin eðli hans, og sé hann þá að skoða sem að mörgu leyti sín eigin forsjón. Þegar menn venjulega hugsa sér guð, virðist hann þeim vera al- veg fyrir utan manninn. En slík vera er ekki til, heldur er það tómt hugsmíði. Guð er almáttugur, segja menn. En guð fyrir utan mann- inn er ekki almáttugur, því að þegar vér skiljum manninn frá guði, þá höfum vér dregið frá almættinu alt vald, sem manninum fylgir. Jafnvel hinn einstaki maður á nokkurt vald, og allir menn samanlagðir eiga nóg vald til að drotna á landi og sjó. Þeir hafa rutt skógana, lagt undir sig jörðina og dýraríkið, brúað fljótin, farið yfir höfin og reist sér hús og hallir. Þeir hafa þegar breytt lífskjörum sínum til stór- bóta, og þeirra framkvæmdarvaldi fleygir æ fram með reynslunni. f’eir hafa skapað þúsundum saman hluti og meðul, er mynda heim nútíðarinnar. Maðurinn er skapari, ekki þess efnis, sem heimurinn er gerður af, heldur þeirra gagns- og hagsmuna, sem það efni er notað til, og á sínu svæði er hann skapari sín sjálfs og félagslífs síns. Heim- ilið, ættliðið, þjóðin, ríkið, kirkjan, vináttan, alt hefir hann skapað, og hann er búinn að ná því takmarki í framförum, að hann er farinn að skilja, að þær eru hans verk, og að hann má rífa þær niður, ef hann svo vill, og reisa aðrar, er henta betur þörfum hans. Úr fjölskyldu heimilis síns myndaði hann feðrastjórnina, en síðan þjóð úr ættkvíslinni, Og nú er hann að mynda bræðralag úr tómum keppinautum, og mann- kynsfélag úr ólíkum og andvígum þjóðum. An mannsins virðist sem guð aðhafist ekki neitt í mannheiminum; en guð íbúandi í manninum er að lyfta mannkyninu á hærra og hærra tilverusvið. í hverju, sem maðurinn gerir, er hann samverkandi, en ekkert vald er til í alheimin- um fyrir utan lög náttúrunnar, fyrir utan mannkynið, er vér megum reiða oss á, til að leiðbeina kyni voru til að lyfta þvi á hærra stig. Maðurinn hlýtur að nema eðli þessara náttúrulaga, og hvernig eigi að neyta þeirra eiginleika; því að með engu öðru móti en með þekkingu á þeim og hlýðni við þau má hann þeita mætti þeirra til að hreyfa framfaravagn veraldarinnar. Ekki heldur virðist nokkur forsjón vera til fyrir utan vébönd náttúrunnar eða mannsins, sem vinnur verkin fyrir hann, — ekkert yfirnáttúrlegt vald, er hann má treysta, að vinni ætl- unarverk veraldarinnar. Hann hlýtur að snúa sér beint að þeim guði, sem er íbúandi í náttúrunni, nema aðferðir hans og lög, treysta á hlýðni sína og reynslu, kostgæfni sína og dáð, eins og þau einu meðul, sem megi veita honum uppfylling allra óska sinna og vona. »Vér erum guðs samverkamenn*, sagði hinn spakvitri postuli Páll. »Guð þarf á hreystimönnum að halda, og hreystimennirnir þurfa guðs við«, sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.