Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 38

Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 38
Lúther. »Guðs almætti getur ekki smíðað fiðlu eins og Antóníus,£ nema fyrir hendur Antóm'usar«, sagði hin spaka skáldkona Elíot. Á fyrri öldum mannkynssögunnar trúðu menn — og fjöldinn trúír á það enn —, að til væri allskonar máttarverur fyrir utan oss, óháðar oss og fullar af gerræði, er fylgdu og færu sínu fram í náttúrunni og tæki fram fyrir hendur mannanna. Og allur þorri þjóðanna hefir jafnan lagt trúnað á og leitað eftir yfirnáttúrlegri hjálp og aðstoð við ráðning hinna mörgu vandaspurninga lífsins; þetta sýna trúarbrögð allra þjóða heimsins. Menn hafa vænst þess, að himnarnir opnuðust fyrir bænir þeirra og hjálp yrði send frá þeim guðdómi, er þeir trúðu, að ætti há- sæti í æðra heimi, og honum þökkuðu þeir alla góða hluti, er féllu þeim í skaut, svo og alla þeirra þekking á guðlegum fróðleik. Og hin æðsta speki kristinnar kirkju hefir verið kenningin um guðlega forsjón, sem liti eftir hegðun mannanna og stýrði öllu gegnum einhverja far- vegu yfirnáttúrlegra áhrifa fyrir utan og ofan mannlífið, og að guð sé manninum alveg fráskilinn og yrði því að birta honum sinn vilja með útvortis opinberun; og til þess eitthvað yrði að framkvæmd, yrði þess konar æðri afskifti sí og æ að fara fram og koma hér að ofan til hverrar sálar sér í lagi; að trúin, með allri sinni huggun og nytsemi sé einskonar líf ofan að og gróðursett í eðli mannsins, en ekki eðlis- ávöxtur gáfna hans, athafna og reynslu. En sé nú guð íbúandi í manninum, sé eðli guðs og eðli mannsins hið sama, sé aðeins til ein sál, og vér partar af henni, einn andi, og vér börn þess anda, þá er trúin með öllum sínum greinum, stofnunum og sögu eðlilegur ávöxtur mannsandans. Sá guð, sem leiðir og gætir mannssálarinnar, er þá mannsandinn og starfar gegnum hann; forsjónin, sem annast mann- .kynið og starfar sérstaklega því til góðs, er þá mannkynið og fram- kvæmir ált með mannlegum hæfileikum. Með þessu er ekki sagt, að enginn guð sé til fyrir utan manninn, og engin forsjón til eða máttur yfir og fyrir utan manninn. Guð er í náttúrunni, ekki síður en í mann- inum, hann er íbúandi í gervöllum alheiminum. Hvar sem tilvera er, þar drotna eðlislög. Hvar sem birtist máttur eða megin, þar birtist guð og forsjón með fyrirætlan. Innan í og á bak við alla hluti býr skapandi máttur og markmið. Það býr guðdómur og forsjón í öllum efnum alheimsins, eins og í athöfnum og efnum mannanna. En það, .sem vér fullyrðum hér, er það, að samband mannsins við þetta máttar- vald er innvortis, og að það verður honum að forsjón með því að verka á eðlilegan hátt gegnum hans eðlilegu hæfileika. Maðurinn lánar hjá hinni eilífu uppsprettulind til hjálpar lífi sínu, en hann gerir það með eigin mætti og eigin áréynslu á náttúrlegan hátt. Hvar er það máttarvald, sem verkar í mannlegum efnum án mann- legra aðgerða? Hvar eru þau náttúrulög, sem stjórna kjörum manna, en innibinda ekki menn í þeirra afskiftum? Hvaða hugmynd getum vér gert oss um þann guð, sem kennir, stofnar og fullkomnar mann- félag, en skiftir sér ekki af né notar hæfileika mannanna í því starfi? Vissulega og sjálfsagt er maðurinn þáttur í kerfisvef náttúrunnar, hinn mest árfðandi og hinn ómissanlegasti þáttur. Hans vits- og siðferðis- 1 o: Antoníó Stradívaríus. Hann var frægur fiðlumeistari á Ítalíu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.