Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 39

Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 39
hæflleikar mynda hina bersýnilegustu frumparta þeirra hreyfiafla, sem byggja upp og endurbyggja. An hans verður ekkert borgaralegt eða félagslegt fyrirkomulag til. Hver meðvitundarlaus frumpartur hins efnis- lega heims mætti koma í stað mannsins? Gæti hljóð, vatn, loft, ljós, gufa, myndað nokkuð skipulag án hans aðgerða? Mundi án hans geta til verið siðmentur heimur? Klæðir hann ekki þá guðshugmynd, er hann tignar, eiginleikum vizku og gæzku? f*að eru engin lög til eða kraftur í alheiminum, sem ráða atburðum mannheimsins, mannkyn- inu óviðkomandi. Það er mannkynið, sem klæðir guðdóminn holdi, og áreynsla mannsins í þvi að fullkomnast er guðs áreynsla eftir að skapa algerleik. Guð á ekkert líffæri nema skynsemi mannsins. Hans áhrif á vilja mannsins kemur honum á stað; vér megum ekki segja, að maðurinn sé guð, því guð er manni óendanlega meiri, en hitt megum vér segja, að maðurinn sé guðs endurfæðandi líf. Hinn ráðvandi maður sýnir guðlegt réttlæti, hinn kærleiksríki maður guðs kærleika, hinn alvörugefni guðlega viðleitni o. s. frv. Gáfur mannsins eru far- vegir fyrir mátt guðs, gæzku og speki: Þvi að það er í gegnum kærleik manns til manns, að allsheijarkærleikinn auglýsir forsjónar- umhyggju sína og fær fyrirætlunum sínum fullnægt til blessunar mann- kyninu. Hve afarmikla hvöt veitir nú ekki þessi kenning trúum verka- manni? Sérhver einlæg viðleitni til góðs á guðlegt vald að baki sér. Mikilleiki, ævaranleiki, almætti þessa valds nær auglýsingu í mannlegum verum, og vinnur og verkar gegnum mannlega hæfileika; og er sú upp- spretta vizku og gæzku, sem er hin leiðandi forsjón eins og allra. Þótt maðurinn bíði búinn íklæddur krafti sinna náttúrlegu hæfileika og hjálparráða, og hann treysti þeim í nútíð og framtíð til fylgis, þá skilur hann samt, að allur þróttur hans og yfirburðir sé ekki annað en ófull- komin opinberun máttarvalds, sem eldra er og ríkara en hann, eldra og ríkara en mannkynið. Og hann færist á loft af fjöri og afli, er streymir í gegnum hann frá hinni eilífu uppsprettu lífs og máttar. Hin »nýja kirkja«, sem hinn mikli sjáari nútímans, Emerson, sagði að væri í nánd, hún mun senda manninn heim í hina miklu einveru miðpunktsins, lasta hans slöngu bænir«, og kunngera honum, að hon- um beri að læra að vera sinn eiginn vinur. Hann á ekki að vænta samverknaðar, ekki vænta neins félaga, né þurfa hans við. Hin nafn- lausa hugsun, hið nafnlausa vald, hið yfir-persónulega hjarta: á þetta eitt skal hann reiða sig. Hann má einungis hlíta eigin úrskurði. Lögin eru hans ráðunautar: hin góðu lög eru sjálf lifandi; þau vita, hvort hann hefir haldið þau; þau endurnæra hann og fjörga við leiðsögu stórrar skyldu og óendanlegs víðsýnis. M. J. Aths. Þessa djörfu og djúpvitru grein verður að lesa með varúð og eftirtekt, svo menn ekki hneykslist á hinum frumlegu skoðunum hennar. Traust höf. á hinu guðlega í manneðlinu minnir bæði á Channing og Emerson, en skoðun hans á forsjóninni er að sumu leyti ný, en að öðru leyti samkvæm hinni nýju guðfræði á Englandi. Mun mörgum virðasr, að kenning þessi i heild sinni sé um of skyld hinu betra í heimspeki materíalistanna, einkum að því er guðshugsjónina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.