Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 40
snertir og samband guðdómsins við mannkynið og heiminn. Er þýð-
andi greinarinnar þar annarra skoðana. En að sumu leyti samþykkir
hann skoðun höf. á forsjóninni í hinu lægra og hversdagslega lífi manna.
En í allsherjarefnum ræður eflaust sú forsjón, sem engin mannleg speki
má útlista. Þar hlýtur maðurinn einungis að sjá og — trúa.
Annað er það, að sú guðshugmynd, sem hér er framsett, tekur
ekkert tillit til neinna annarra ráðgátna, sem ávalt stöðva mannsand-
ann í stríði hans upp á við og áfram, svo sem spurningarinnar um
ódauðleik sálar og persónu, og hinnar gátunnar, sem ekki er minni,
gátunnar um frjálsræðið. Sé guði slept sem hinum óháða, eilífa,
almáttka og algóða alföður (bæði í og yfir tilverunni) — hvað svo?
Parf þá ekki nýrrar guðfræði, nýrra trúarbragða og nýrrar heim-
speki við ?
Höf. hefir stokkið yfir marga slagbranda, sem vart er leyfilegt eða
til frambúðar á hinni löngu leið til ljóss og friðar.
MATTH. JOCHUMSSON.
Sjálfsmenskan okkar og sjálfstæðin.
Eftir GUÐMUND FRIÐJÓNSSON.
Efni: — Loftkastalavonir. — Betri boð. — Gjörbreytingamenn til valdanna. —
Konungutinn með okkur. — Pví þá ekki ? — Ollu snúið öfugt þó. — Einar Hjór-
leifsson. — Pingvallafundurinn. — Bismarck og molamir. — Konungssambandið. —
Niðurstaða Norð?nanna. — Lifrin og vö??ibin. — Vits?nunir og drengskapur. — Gísli
Sveinsson. — Grundvöllur sjálfstœðinnar. — Hlutleysi s?náríkis. — S?iiðin?i stakkur
eftir vexti. — Jón Sigurðsson. — In?zli??iun. — Boðar fyrir stafni. — Tólf höfuð-
ástœður.
LOFTKASTALAVONIR. Mikilhæfasta blaðið okkar mælti
á þessa leið í fyrra, eftir það er kosningabaráttan var gengin um
garð:
»ísafold hefír aldrei verið í vafa um það, að auðvelt væri að
komast að betri kjörum hjá Dönum, heldur en þeim tókst, nefnd-
armönnunum, og birst hafa í Uppkastinu sæla«.
Pegar Isafold mælti á þessa leið, hafði nýlega þotið í síman-
um einhver flugufregn, sem höfð var eftir Matzen gamla hægri-
manni, um betri kosti frá Dana hálfu, heldur en nefndarmennirnir
okkar báru frá borði úr sambandslaganefndinni. — þetta þóttu
mikil tíðindi öllum þeim mönnum, sem höfðu atvinnu við loft-