Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Page 48

Eimreiðin - 01.05.1910, Page 48
124 Ég veit ekki að vísu til fulls, hversu miklir vitsmunamenn Pingvallafundarfitlltrúarnir vóru yfirleitt. En ég leit svo til, að fæstir þeirra hefðu haft það bein í nefinu, sem þarf til þess að rísa upp móti öðrum eins hólmgöngumönnum, sem forkólfarnir þar vóru. En hvað sem því líður, þá er það víst, að fundurinn var lítið undirbúinn og hugsjón hans ekki vel grundvölluð. Mikil- hæfasta blað landsins, ísafold, hafði getið þess, eftir að »Blaða- mannaávarpið« kom út þá um veturinn á undan, — en Pingvalla- fundurinn var afleiðing þess, — að það væri ekki ætlunin, að Island yrði fullvalda ríki. Ég vissi vel hvað ég gerði, þegar ég aðhyltist tillögu fundarins — vissi vel, að hún mundi eigi ná fram að ganga í Danmörku. En ég leit svo á, að hún mundi þó knýja fram á leið málefni vort, bæði innan lands og utan, og að framgangi málsins hefir hún vafalaust stutt, í nefndinni, heldur en hitt. Ég get vísað til þess, sem ég talaði í Pitigbrekku um sjálf- stæði einstaklinganna heima fyrir; dró ég dæmi af Sigurði konungi sýr og benti á, að þar væri grundvöllur sjálfstæðinnar, sem bændur væru tvent í einu: efnamenn og konungar heima fyrir, og gat hver hygginn maður skilið hug minn. En ég þagði af ásettu ráði um það, að þessi ákvörðun fundarins mundi aldrei ná fram að ganga, að sinni. Ef ég hefði það sagt, hefði ég gert þingsafglöpun og fundinn hlægilegan og sjálfan mig að gjalti. En ég vissi orð Ibsens, þau, að heimta skyldi hið ófáanlega, til þess að fá borið úr býtum eitthvað dálítið. Á þessa leið hugsaði ég, og er mér alveg sama um þann vitnisburð, sem sumir menn kunna að gefa mér í staðinn. Þeir um það. BISMARCK OG MOLARNIR. Flestir kannast við Bismarck, járnkarlinn þýzka, sem talið er að hafi haldið hlut sínum hverjum manni betur; og haldið hefir það verið, að fyrir honum hafi Norðurálfan skolfið nærri því. Hann þótti hafa ráð ríkja og kon- unga í hendi sér, enda limlesti hann Dani og vanaði Frakka. Svo dó járnkarlinn og í dyngjunni hans fundust skrifaðar »Endur- minningar« stjórnmálamannsins, og þóttu þær merkilegar. þvílíkur maður sem hann var í lifanda lífi. Og hvað segir karlinn um hlutskiftið, sem stjórnmálamaðurinn ber frá borði í lífinu? Hann segir á þá leið — samkvæmt umsögn þýzks doktors, sem ég hefi í höndum —, að eina reglu verði stjórnmálamaðurinn að temja sér, þá reglu: að vera á gægjum, — vera á sífeldum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.