Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 49

Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 49
125 gægjum til að grípa tækifærið og: hirða molana, sem hrjóta af borðum hamingjunnar. Petta segir hann. En Pingvallafundarfulltrúarnir íslenzku halda það, í barnalegri auðtrygni, að við, Pétur og Páll, sem erum nærri því á sveitinni, getum kosið og deilt hlutskifti því, sem hugurinn girnist, í útlend- um garði margfaldra ofjarla. »Guðmundur Friðjónsson eini Ping- vallafundarfulltrúinn, sem brugðist hefir«, segir Einar Hjörleifsson, ef til vill þess vegna, að ég hefi þó hugmynd um menn og mál- efni. Eg geri það ekki neinum manni til geðs, að vera þjóðmála- fífl eða óhræsi. KONUNGSSAMBANDIÐ. Porri manna í landi voru virðist vilja fá hreint konungssamband. En svo sem von er til, veit lítill hluti landsmanna, hvað í orðinu felst, og er það vorkunn. Sigurður Ibsen Norðmaður veit það flestum mönnum betur; því sá veit gerst, sem reynir. Og raunin er ólygnust. Hann var stjórnarfulltrúi Norðmanna í Svíþjóð, svo árum skifti, og vissi af eigin raun um misfellurnar á því sambandi, sem seinast slitnaði sundur 1905. Hann segir það berum orðum í ritgerð sinni um skilnað land- anna, að konungssamband blessist eigi og geti ekki blessast, nema því að eins, að þrjú lönd eða ríki séu í sambandinu og öll jöfn eða lík að bolmagni. Sigurður er þaulæfður maður í stjórnmálasökum, lærður í þeim fræðigreinum að upphafi, og manna vitrastur og gætnastur. Hann segir, að þegar tvö ríki séu í sambandi, ójöfn að mætti, taki meira ríkið undir sig yfirráðin út á við og setjist í fyrirrúmið. Svona er það alstaðar í lífinu og náttúrunni, að bolmagnið ræður, bolmagn auðæfanna í stórveldunum, og bolmagn ráðrík- innar á minniháttar starfssviðum. Vér þekkjum þetta allir í ein- hverri mynd, á heimilunum a. m. k. Par ræður bóndinn vanalega meiru en konan, af því að hann hefir meira bolmagn. Petta er lögmál. Og samkvæmt þessu lögmáli var þess að vænta, að Danir ætluðu sér yfirtökin í sambandslagauppkastinu. Pað eitt var nátt- úrlegt. Pó að okkur hefði verið ákveðið það á pappírnum, mund- um vér ekki geta beitt því — ekki meðan sólin sú hin mikla hefir yfirráð yfir minni máttar ruslinu í sólkerfinu. Pað er satt, að þungbært er að búa undir búsifjum þessa 9

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.