Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Side 53

Eimreiðin - 01.05.1910, Side 53
129 En það hafði henni þótt verra en alt annað ilt, að þvo innan úr sláturkindum á haustin! Mér dettur þessi stúlka í hug og hræðsla hennar við vamb- irnar, þegar ég hugsa um hræðslu E. H. við Dani, að þeir gleypi okkur. Hann virðist óttast »þessar mörgu og stóru vambir þarna fyrir handan«. Enginn þarf að halda, að fólk sé einfalt yfirleitt hér í sýslu, þó að ein stúlka væri svona auðtrúa. Éin frú kvað vera til í Rvík, sem haldið hefir, að margir kútmagar séu í stóru þorskunum, og eru þó frúrnar gáfaðar yfirleitt í höfuðstaðnum — að sögn. VITSMUNIR OG DRENGSKAPUR. Hitt liggur mér nú í léttu rúmi, þó að E. H. telji mig engan vitsmunamann. Hann segir í ísafold, í þessu lifrar-sambandi, að fáum muni finnast til um vitsmunavöxt minn, sem lesa »Sjálfstæði« í Eimreiðinni. Mér er ekki svo mjög ant um það, að mér sé hælt fyrir vitsmuni, og er þó lof E. H. gott, af því að hann er vitsmunamaður. En mér er ant um annað. Mér er ant um það: að ég sé og verði talinn sæmilega hreinlyndur maður og góður drengur. Okkur íslendinga skortir ekki tilfinnanlega vitsmuni. En hitt er það: að mörgum þjóðmálamanni í landi voru er illilega drengskapar vant og hrein- lyndis. Ég ætla ekki að nefna nöfnin, því að dagurinn þekkir sína og nóttin sína, og sagan kryfur þjóðmálamennina á sínum tíma og skoðar innan í þá. Gladstone gamli sagði, að drengskapur væri bezta pólitík. Hreinlyndið er affarasælla en slægðin og grályndið, enda þótt drenglyndi maðurinn sé vitminni og hafi færri gildrur í smíðum og fjalaketti. Munum eftir Merði Valgarðssyni!1 1 E. H. bregður mér í ísaf. um vísu, sem ég gerði í fyrra um stöðu Fjallk. samkvæmt Uppkastinu, þar sem hiín er talin að verða húsmenskukona hjá »ma- dömu« Sörensen. — Petta var nú skáldskapur, karl minn! En skáldskapur og póli- tík er sitthvað og ekki auðvelt að samrýma þau. Annars hefir Fjallk. verið pró- ventukerling »madömunnar« um mörg hundruð ár og það er framför próventukerlingu að verða húsmenskukona. Húsmenskukona er eins sjálfstæð oft og tíðum sem hús- freyjan sjálf og stundum frjálsari að miklum mun. — Mér dettur nú í hug viturlegt niál E. H , sem hann hafði í »Fjallk.« um árið, útaf ritgerðum Guðm. Hannes- sonar um »sérmálasjálfstæðið«, að það væri einskisnýtt. Pá sagði Einar: að alt sjálfstæði væri aðeins viðmiðað, ekki til öðruvísi í raun og veru, af því að enginn væri al-sjálfstæður út af fyrir sig, hvorki einstaklingur né ríki. Lífið alt er saman- hangandi keðja, og eitt er öðru háð. Svo ramt kveður að þessu: að eitt ríki t. d.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.