Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 57

Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 57
133 í ísafold og Ingólfi, ef ég man rétt, »að Jón Sigurðsson mundi hafa vaxið með tímanum«, eða á þá leið féllu orðin. Þetta er hægt að segja. En engar líkur verða færðar fyrir þessu, og því síður sannanir. — En það skal ég játa, að þetta var málaflutnings- mannslega sagt. — Ef vér lítum á mannkynssöguna, verðum vér þess varir, að mikilmenni hafa vanalega heimtað miklu meira en hægt hefir verið að framkvæma. Hvernig heflr farið um kristin- dóminn t. di Pannig, að eftir 1800 ár er hugsjón hans jafnlangt frá því að vera framkvæmd, sem hún átti langt í land að fram- kvæmast, þegar krossinn var reistur upp á Golgatha og Kristur tekinn af lífi. Svo er og um alla mikilsháttar trúarbragðahöfunda: hugsjón þeirra hefir verið fullkomnari í fyrstu heldur en í fratn- kvæmdinni. fjóðmálagarpar eru sömu lögum háðir. Tökum t. d. foringja jafnaðarmanna. Peir hafa ákveðið stefnumið sín svo langt í burtu og hátt ofan við möguleika lífsins, að liðsmenn þeirra hafa tekið það ráð, þegar fram í sótti, að framkvæma það, sem hægt var, af hugmyndum forkólfanna, heldur en berja höfðinu við stein- inn og hrópa: annaðhvort alt eða ekkert. Eg skal aðeins minna á einn þeirra, mjög nafnkunnan mann: Bebel Pjóðverja, — stór- mælskur maður og harðvítugur mótstöðumaður Bismarcks. Liðs- menn hans hafa bilað á því að fylgja honum, af því að þeir vildu heldur fá hálfan hleif og drykk í höllu keri, heldur en alls ekkert. — Nei, sagan færir engar líkur til þess, að »Jón Sigurðsson hefði vaxið með tímanum«. Hann hefði miklu fremur tekið það ráðið, ef lifað hefði nú, að fara hægt og gætilega upp stigann, af einni rim á aðra, en ekki mundi hann hafa hugsað sér að glenna sig yfir margar tröppur í einu hendingskasti. Framkoma hans bendir ekki til þess, sú sem hann hafði á þingum og Pingvallafundi. INNLIMUN? Fjöldi manna greiddi atkvæði móti Uppkastinu í fyrra 10. sept., af því að þeir trúðu því, eða óttuðust það, að innlimun feldist í Uppkastinu — að vér værum með því samþyktu innlimaðir í alríkið. Einar Hjörleifsson sagði í ísafold s. 1. sumar í ritgerð sínni: »Stjórnmálahugleiðingar Guðmundar Friðjónssonar«, að »sú spurning hefði verið lögð fyrir ísl. kjósendur, hvort þeir vildu játast inn í alríkið, og þeir hefðu neitað því«. Tetta er reyndar skáldskapur. Sú Spurning var lögð fyrir kjósendur, hvort þeir vildu aðhyllast Uppkastið, þar sem auðvelt væri að komast að betri kjörum hjá Dönum. Petta er sann-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.