Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 58

Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 58
134 leikurinn, og eru blöðin frá þeim tíma til vitnis um það, að ég fer með rétt mál. Pví fer svo fjarri, að Uppkastið gerði ráð fyrir nýrri innlimun íslands í alríkið, að það jók einmitt rétt vorn gagnvart alríkinu að miklum mun. Pað jók sjálfstæði vora á hvert reipi, en mink- aði hvergi, leysti, en batt ekki. Ráðgjafi vor Björn Jónsson, sá hinn skarpgáfaði og sjálfstæðis- elski, hefir litið svo á, þegar hann kom á konungsfund í fyrra, að vér værum þá og nú ( alríkinu — og það með réttu. Hann tók mótmælalaust við ráðgjafatigninni, þegar konungur »bauð hann vel- kominn í ríkisráð sitt«. Pá játaðist hann ómótmælanlega fyrir Is- lands hönd inn í alríkið — alveg eins og Hannes Hafstein gerði, þegar hann tók við tigninni á sínum tíma, og ráðunéytisforsetinn skrifaði undir bréfið. Hvað er ríkisráðið annað en hvirfildepill al- ríkisins? fað heföi verið hlægilega vitlaus skrípaleikur, að leggja alríkisspurninguna fyrir íslenzka kjósendur og láta þá neita því, sem ráðherrarnir játuðu, eða samþyktu með þögninni og fram- kvæmdinni. Eg ámæli þeim ekki fyrir þetta. Eg hefði gert það sama í þeirra sporum. En ég get um þetta til að sýna það og sanna, að vér erum grónir saman við danskinn í stjórnarvenjunum og rás viðburðanna. Uppkastið fjötraði okkur ekki né jók á böndin; það losaði um og klauf sundur. Eað stóð til boða, ásamt öðru góðu, að vér losnuðum við ríkisráðsflækjuna, ef vér hefðum borið gæfu til að samþykkja Uppkastið. En því var hafnað. Eað sat þó ekki á landvarnar- mönnum t. d., því að þeir hófu fyrst mótmæli sín, ef ég man rétt. gegn ríkisráðsákvæðinu í stjórnarskránni frá 1903. Um það leyti kallaði E. H. kreddur landvarnarmanna og »allar þeirra kenningar eintóman heilaspuna«. Eeir gerðu að vísu úlfalda úr mýflugunni á þeim árum. En þó sáðu þeir þá því korni, sem sprottið hefir upp af stórt tré og ekki ávaxtagott. BOÐAR FYRIR STAFNI. Ráðgjafi vor sagði á síðasta þingi, að sbaráttan um sambandsmálið mundi verða bæði löng og hörð«. Eað er líklegt, að svo muni verða. Okkur Islendinga skortir hvorki hnýfla né horn til að stangast um málið, ef að lík- indum lætur. »Mér er sem ég horfi á haf, sem hvergi nær til stranda«.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.