Eimreiðin - 01.05.1910, Page 60
136
miklum og góðum stakkaskiftum að því leyti, síðan Estrúpsliðar
sátu að völdum og t. d. sex stórmál vóru skorin niður fyrir okkur
á einum degi, og þingið okkar ekki virt andsvara stundum í
stjórnarskrármálinu.
En nú erum vér, vesalingarnir, orðnir ókurteisir í þeirra garð
— tónninn í blöðunum í fyrra o. fl. af því tægi sannar það.
Vér verðum þó að gæta þess, að fara ekki svo að ráði vorur
að aðrar þjóðir vilji ekki við okkur líta. I fyrra vóru Norðmenn
varaðir við því, að eiga við okkur verzlunarmök, sökum vanskila-
náttúru og vanmáttar til að standa í skilum, og gerði það Norð-
maður, sem hér var á ferðinni. Hann ritaði í norsk blöð um þetta.
Og nú nýlega hefir bankinn okkar komist í þann orðróm erlendisr
að okkur er ósæmd að og skaði að líkindum.
Og hvers er að vænta? Pegar mestu menn þjóðarinnar beita
öllu afli sínu til þess, að sigra hvor annan og fella, í staðinn fyrir
hitt: að beita kröftum sínum til viðreisnar þjóðinni, efnum hennar
og andansgróðri. Meðan moldrykinu er þyrlað upp í landi voru,.
aukast flögin og gróðurleysurnar, og skammsýni þjóðarinnar færist
í aukana.
Og mikilhæfustu menn þjóðarinnar fyrirgera trausti og tiltrú
þeirri, sem þeim mundi annars hlotnast í ríkulegra mæli en nú á
sér stað. Tökum t. d. hina ágætu hæfileikamenn, sem gyltu
hentistefnuna um aldamótin með mikilli mælsku og skynsamlegu
viti. Pá héldu þeir því fast fram, að engum fáanlegum umbótum
mætti sleppa, af því að allsendis óvíst væri, að annað betra væri
fáanlegt. ÍJá vóru hægrimenn við völdin í Danmörku, og komnir
þó mjög að fótum fram og dauðamörk á þeim sýnileg: orðnir
kaldir um vitin og dofnir upp að knjám. Pá var því haldið fram,
að langt gæti verið eftir því að bíða, að vinstrimenn kæmust til
valda, og þótt svo færi, að þeir tækju við völdunum, væri ekki
líklegt, að þeir yrðu okkur betri en hægrimenn.—Nú vilja þessir
sömu ágætismenn — að gáfum — berja höfðinu við steininn og
sigla sjálfstæðisskipinu í bersýnilega brotsjóa inn að Feigsbjargi.
TÓLF HÖFUÐÁSTÆÐUR. Ég hefi nú minst á þetta mál
á víð og dreif, eins og mér hefir þótt við eiga. Viljandi hefi ég
sneitt hjá því, að minnast á einstakar greinir sambandslagaupp-
kastsins, eða endurbæturnar, sem minnihlutinn gerði á því. Málið
er svo þaulrætt á þann hátt, bæði í blöðunum, ritlingum í fyrra
og á þinginu, að ég nenti ekki að þæfa um málið á þann hátt.