Eimreiðin - 01.05.1910, Page 61
«37
Veit ég það að vísu, að ég er leikmaður í pólitík og ekki óskeik-
ull röksemdamaður. En það hið sama getur hver maður í landi
voru sagt um sig, ef hann er svo hreinskilinn. Eg verð auðvitað
að skoða málið með því viti, sem mér er gefið. ]?eir gera betur,
sem betur eru gefnir. En hvernig sem ég velki máli þessu fyrir
mér, ber æ að sama brunni: að ég vil, að málið sé samþykt
eins og minnihlutinn gekk frá því á þingi, og eru til þess tólf
höfuðástæður:
í. dst.
2. dst.
j. dst.
4. dst.
j. dst.
6. dst.
7. dst.
8. dst.
9. dst.
10. dst.
11. dst.
12. dst.
Hreint konungssamband er okkur ekkert betra eins og
sakir þjóðarinnar standa nú og munu verða fyrst um
sinn.
Vér erum ekki færir um skilnað, þótt hann fengist, hvorki
nógu fjölmennir né auðugir til þess að vera lýðveldi.
Pað er samkvæmt hentistefnunni, að taka þeim umbótum,
sem fást.
Það er allavega hættulaust.
Pað leysir okkur, en bindur ekki.
Pað opnar nýja vegi síðar meir.
Pað vinnur okkur orðstír út um lönd, að verða nálega
fullvalda ríki.
Pað snýr huga vorum á rétta leið: frá erjum að innan-
lands friði og umbótum.
Pað heldur okkur vakandi, að eiga óuppfyltar þjóðar-
óskir og þrár.
Pað sýnir heiminum vitsmunaþroska þjóðarinnar, ef hún
kann sér hóf.
Bismarck hefir ráðlagt okkur það í eftirlátnum endur-
minningum sínum.
Sambandslagafrumvarp minnihlutans ber í skauti sínu
fyllingu þeirra landsréttinda, sem fyrir barðist okkar
ágæti Jón Sigurðsson.
Ritað 1.—5. jan. 1910.