Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Page 65

Eimreiðin - 01.05.1910, Page 65
‘4i eða hræðist þau. Ég fyrirlít einmitt flest þeirra, eins og ég fyrirlít skrílinn,. sem hefur búið þau til. Já, var það kannske ekki skríll- inn, sem drotnaði í stjórnarbyltingunni frönsku ? Og þykjast ekk‘ þessir vísu löggjafar enn í dag byggja á meginsetningum hennar sem grundvelli? Ég ætti að vera einfær um að vita það, ég hef ekki lesið sagnfræði við háskólann í 7 ár fyrir ekki neitt. En ég hata skrílinn. Og einmitt til þess að stríða honum, brýt ég ekki lögin. Eins og hann hafi samið lögin í því skyni, áð þeim væri hlýtt! Nei, alveg gagnstætt, til þess að þau yrðu brotiu. Til þess að þau yrðu brotin og hann fengi svo tækifæri til þess, að sletta sér fram í einkamál manna og stela leyndarmálum þeirra, þefa úr skotum, sem hann annars aldrei hefði fengið að- gang að. En ég læt honum ekki verða kápu úr því klæðinu. Auk þess hef ég óbeit á skrílnum og varast því að rekast á hann. Ætti ég að eiga það á hættu, að gerð yrði rannsókn hjá mér, að kofortið mitt yrði opnað og einhverjir ruddar væru látnir róta um í því? Hvað ættu þeir að gera með að sjá, að ég, afgamall karlræfillinn, geymi þar í handraðanum dökkbrúnan hárlokk og hálfslitinn gullbaug? — — — Og ég skal líka varast að brjóta þessi bannlög. Og það þótt ég hafi aldrei hatað nein lög verulega fyr en þau. Ég vildi geta hatað þau meira. En kraftarnir eru á þrotum, jafnvel skapið er að kulna út. * * * Eg drakk upp næstu dagana þennan brennivínsdreitil, sem ég hafði fengið úr firðinum fyrir jólin; það var létt verk, það var ekki svo mikið. Gamalársdaguririn! Síðasti friðhelgur dagur fyrir vínið á íslandi. Ég var lasinn fram eftir deginum, óvanalega slæmur í fótunum, og hef ég þó lengi verið hrumur til gangs, og með gigtarflog í vinstri síðunni. Ég lá uppi í bælinu mínu mestallan daginn og rótaði mér ekki. Aftók að koma inn í suðurhúsið um kvöldið, þegar Pórir rausnaðist við að lesa húslesturinn. Ég held ég heyrði samt nóg af bölvuðu gaulinu í því fram í baðstofuna. í'að getur hver getið því nærri, hvernig það lætur í eyrunum á mér, sem hef heyrt beztu söngmenn minnar tíðar, þegar þau Pórir og Sigurlaug og krakkarnir kyrja >Eitt á enda« rammvit- 10

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.