Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 66

Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 66
142 laust, og þær Manga og Prúða væla undir eins og úti á þekju^ og svo heyrast við og við drunur úr Gvendi, eins og úr tómri tunnu. Ja slíkt og þvílíkt! Og þetta á að heita guði þóknanlegt. En hann verður að gera sér það að góðu, vesalingur, að hver skapi sér hann í sinni mynd. Og það er engin von til, að sá guð, sem þau Pórir og Sigurlaug skapa sér, sé sérlega smekkvís. Eftir kvöldskattinn var ég á stjái og að rangla svona hálf- eirulaus aftur og fram um bæinn. Eg tíndi á mig skárstu spjar- irnar, sem ég á, og þær sem helzt eitthvert skjól er í. Fólkið var alt að spila púkk inni í suðurhúsi og enginn skifti sér neitt af mér. Klukkan var víst farin að ganga tólf, þegar ég fór að hypja mig til ferðar. En klukkan hérna er náttúrlega jafnvitlaus og alt annað, altaf þetta einum og tveimur tímum á undan sól. Til allrar hámingju þarf ég ekki aö fara eftir henni. Eg ætti að þekkja eyktamörkin hérna á Gili bæði á nóttu og degi. Eg labbaði fram í skála, fór ofan í kofortið mitt og tók þar upp úr dálítinn kassa, tók hann undir hendina og gekk út t göngin. Par rakst ég á Prúðu. Hún kom handan úr eldhúsi með týru í hendinni og rak hana nærri því upp í mig af forvitninni. Svo spurði hún mig, hvert ég ætlaði. Eg hélt henni kæmi það lítið við og leit á hana um leið þeim augum, að húm rauk inn í fússi. Hún hefur náttúrlega sagt fólkinu að ég ætlaði út í gil til að drepa mig. En l’órir hefur sjálfsagt bannað að skifta sér nokkuð af því. Pað væri víst eini greiðinn, sem ég gæti gert honum. Eg staulaðist út úr bænum og út og upp túnið að gilinu. I’að var rennislétt hjarn alla leiðina, svo ég klöngraðist furðan- lega áfram. Á melnum á móts við stekkjarfossinn nam ég staðar, rétt á gilbrúninni. Eg settist á stein, sem stóð upp úr fönninni og lagði kassann hjá mér. Pað var glaðatunglskin og logn, en frostlítið, og hann var að draga upp dálitla bliku í suðrið. Pað drundi óvenjulega hátt í fossunum í gilinu, eins og altaf gerir, þegar sunnanátt er í honum. * * * Eg opna kassann. í honum er ein flaska, silfurbikar og tappatogari. Síðustu tjárssjóðir mínir, ljómandi af gömlum endurminn- ingum.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.