Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 70

Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 70
146 Pá lyfti ég síöasta bikarnum í hendi mér og drekk erfi mitt. Þá er síðasta ljósglætan í lífi Póris Ketilssonar sloknuð. Pá er Pórir Ketilsson dauður. Pá lyfti ég síðasta bikarnum í hendi mér og drekk erfi þitt Bacchus. Díónýsos lýaios, harmaléttir, vínguðinn krýndur lauf- sveigum, skínandi af æskufegurð, umandaður af angan, drottinn gleðinnar, þú ert útlægur ger af Islandi. Engum nema sjálfum mér get ég unnað að drekka síðasta fullið, sem drukkið verður meðan þú átt frjálsar landvistir hér. Enginn á þér jafnmikið gott upp að inna og ég. Eú réttir mér hönd þína, þegar ástmær mín hratt mér frá sér. Pú brást slæðu yfir sorg mína, Pótt þú gætir ekki hulið hana. Pú deyfðir sviðann í sárunum, þótt þú gætir ekki grætt þau. Eað gat enginn kraftur á himni né jörðu. Ég þurfti vini, og það varst þú, sem veittir mér þá. Ég drakk ekki einungis til að deyfa harmana, líka til að finna menn. Einveran var mér drepandi. Sömu myndirnar aftur og aftur og altaf jafnkveljandi. Sömu hugsanirnar í endalausri hringiðu. Ég varð að hafa menn hjá mér, til þess að trufla huga minn, menn, sem gátu hlegið með mér og grátið með mér, menn, sem höfðu þrek til þess, að horfa inst inn í sál mína og opna sál sína fyrir mér. Ég leitaði meðal vina minna, ég leitaði meðal kunningja minna, ég leitaði meðal ókunnra manna. Ég knúði á. Steinhljóð. Eessir vesalingar! Allir vildu þeir vera karlmenni, en urðu ómenni. Allir vildu þeir vera hugdjarfir, en þorðu ekki að láta bezta hluta sinn koma í ljós. Allir vildu þeir vera þrekmenni, en skorti þrótt til að fara eftir göfugustu tilfinningum sínum. Pá leiddi ég þá að knjám þínum, Díónýsos, þú leystir fjötra þeirra og gafst þeim djarfmensku og þrek. Lognar tilfinningar! Voru það ekki tilfinningar, sem voru til? Slógu ekki hjörtu þeirra harðara? Færðist ekki fjör í svip þeirra? Varð þeim ekki liðugra um mál? Varð þeim ekki léttara um hlátur og klökkva? Lognar tilfinningar! Nei, þetta voru einmitt þær sönnu til- finningar. Venjulega voru þessir félagar mínir aðeins stúdentar, við öl voru þeir menn. Pá gat hver þeirra um sig verið alúðugur vinur. Pa gat ég rakið fyrir þeim kvalir mínar og þeir tóku þátt í þeim af alhuga 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.