Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 72
148
Er það ekki að fara í hundana að vera sendur sem örvasa
ræfill, til þess að naga náðarbrauðskorpur bróðursonar síns?
Nei, það er lygi. Ég veit, hvað er að fara í hundana. Éað
er, að gjamma eftir geðþótta skrílsins, til þess að ná upphefð og
völdum. Pað er, að flaðra upp um drotnendurna og bíta lítil-
magnann í hælana.
Ég hef aldrei komið fram eins og hundur. Ég hef fremur
fallið óvígur en látið beygjast. Enn er skjöldur minn jafnhreinn
og þegar ég tók við honum. Ég lýt engum krafti, hvorki á himni
né jörðu.
Hversvegna ætti ég að lúta? Ég á ekkert á hættu, ég hef
ekkert að missa. Ég er sterkastur allra manna.
*
Miðnættið nálgast óðum. Ég helli síðasta bikarinn fulian,
stend upp og lyfti honum beinum armi. Svona stóð ég fyrrum
meðal kátra félaga og hélt glóandi ræður.
Ég finn afl í armi mínum, hann skelfur ekki. Ég er aftur
ungur.
Ég stend í fullu fjöri og fegursti draumur minn er kominn
fram: Ég stend á Lögbergi og öll íslenzka þjóðin er söfnuð
saman í brekkunni fyrir neðan. Ég heyri ysinn og kliðinn í
mannfjöldanum. En rödd mín er skær og sterk eins og fyr, og
hún þaggar alt niður.
íslenzka þjóð!
Ég lyfti þessu fulli af göfugu víni í hendi mér, því að ég ætla
að mæla fyrir minni þínu.
Mig hefur dreymt voðalegan draum. En nú er hann horfinn.
Mig dreymdi, að ég væri orðinn gamall ræfill. Og ég hataði.þig,
af því að hjarta mitt var fult gremju og sorgar. Og ég fyrirleit
þig, af því að ég sjálfur var hæddur og fyrirlitinn.
En ég ætla ekki að tala um þetta. Ég ætla að tala um það,
að ég hef altaf elskað þig. Og nú, þegar ég er ungur og sterkur,
ætla ég að vinna fyrir þig, kenna þér, vísa þér leið. Og þú átt
að fylgja mér og hylla mig.
Mig dreymdi annan draum, ljótan draum, tóma ljóta drauma.
Mig dreymdi, að þú værir að gera vínguðinn útlægan úr landinu.
Éað getur ekki verið satt. Kallið þið öll með einum rómi:
Éað er ekki satt.