Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 76
152 Fyrst er að líta á yrkisefnin. Mest ber á lofsöngum um íslenzka. náttúrufegurð, ástakvæðum og svo lífssöknuði æskumannsins, sem horf- ist í augu við dauðann. »Fábreytt og margsungið«, býst ég við að sumir kunni að segja. Það er búið að yrkja svo mikið á íslenzku af volgurslegum kendaljóðum, að margir eru orðnir dauðleiðir á öllum slíkum efnum, og heimta eitthvað nýtt og kjarngott. En hver verður að yrkja um það, sem hann sér og reynir. Jóhann Gunnar varð ekki nema Jiðlega tvítugur, og lífskjörin voru eins og hann lýsir þeim. Hefði líf hans orðið annað og lengra, þá hefðu yrkisefnin líka orðið önnur og fleiri. Framan af kvað hann um vonir sínar og drauma, eins og flestum er títt. Það er ætíð hætt við því, að mönnum virðist hver éta upp eftir öðrum, þegar ort er um svo algeng efni; en þegar vel er að gætt, sést það, að höf. er altaf sjálfum sér líkur, en ekki sínum á hverri stundinni, eins og þeir, sem stæla aðra. Þeir sem þektu Jóhann Gunnar, kannast líka við lyndiseinkenni hans í kvæðun- um. Þessi veikbygði maður unni sumrinu og sólinni, enda held ég, að hann minnist hennar í hverju kvæði, og oft í mörgum, en þoldi eigi veturinn né kuldann, hvorki á landi né í lundu. Hann unni ætt- jörð og átthögum og vinum sínum manna heilast, öllu, sem gott var, og öllu, sem bágt átti. Og stúlkunni sinni unni hann. I enskri skáld- sögu segir maður við eða um vin sinn, að hann sé sá eini sjúklingur, sem hann hafi heyrt tala svo í óráði, að hann nefndi ekki nema eitt kvenmannsnafn. Jóhann er eina skáldið sem ég þekki, sem aldrei orti ástavísur, svo ég vissi til, nema til einnar stúlku. Þegar svo þessi eina stjarna, sem hann kvað um, hvarf, þá var eigi furða, þótt nokkuð- syrti að: »Alt er dimt og eyðikyrt yfir hugans löndum síðan ástin mín var myrt í móður sinnar höndum«. Svo bætist tæringin við. Pá koma harmatölurnar, og það er ekki furða ;. stundum kaldar, stundum heitar og sárar: »Veik er mundin, opin undin, óskin bundin, þreytt er lundin, löng er stundin, — lokuð sundin«. Annars er oft ekki svo gott að sjá, hvort hann talar um sjálfan sig, eða vini sína, sem áttu líka æfi, t. d. Friðrik Sigurðsson, nema menn viti, við hvern er átt. Um meðferð efnisins er það að segja, að hún stórbatnaði með ári hverju, og var orðin svo góð, að hverju af góðskáldum vorum mætti vera það ánægja, að hafa ort allmörg af yngri kvæðunum. Heillöng kvæði eru í bókinni, þar sem hvergi er haggað orðaröð dag- legs máls, og sýnir það, hve höf. var frábærlega hagmæltur. (Eg skal benda á Svanasöngva I.). Á máli hafði hann svo gott vit og vald, að slíkt er fágætt um jafnunga menn. Sögumar eru öllu viðvaningslegri en kvæðin, en þó eru skáldmerkin viða auðsén.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.