Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 77

Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 77
i53 Hr. Benedikt Bjarnarson hefir valið kvæðin í bókina og annast um útgáfuna, en kostnaðarmaður er hr. Sig. Kristjánsson. Peir hafa báðir gjört sitt til þess, að gjöra bókina vel ur garði, og eiga þakkir skildar fyrir. Að vísu er það galli, að efnisyflrlit vantar, og svo verður það * altaf álitamál, hvað velja átti, og sakna ég ýmislegs eftir höfi, sem mér þótti betra, en sumt hvað, sem prentað er. En um það má lengi þrátta. Yfirleitt er bókin vel þess verð, að hún sé keypt og lesin. það er einungis eitt að því, að eiga hana: í hvert sinn, sem í hana er litið, hljóta menn að kenna til. Sakna mannsins, sem varð að hætta að yrkja svona ungur, og kvæðanna, sem hann átti eftir að yrkja. A. B. JOLABÓKIN I. Útgefendur: Árni Jóhannsson og Theódór Árnason. Rvík 1909. »Jóla-endurminningar eru mörgum hinar allra-kærustu, og jóla- bókin á að stuðla að því, að varðveita þær og auðga«, segir í for- mála þessa kvers, og er með því lýst tilgangi þess. Hafa útgefend- urnir í hyggju að gefa út jólabók framvegis árlega með fjölbreyttu efni: frumsömdum sögum og ljóðum, fróðleik og myndum eftir föng- um. En að þessu sinni hefir hún aðeins tvær þýddar sögur að færa, og heitir hin fyrri »Jólastjarna Edessuborgar« eftir Ingeborg M. Sick, en hin síðari »Jólin« eftir Carl Ewald. Eru þær báðar vel valdar og vel þýddar, en hin stðari þó nokkuð torskilin fyrir almenning, þó ekki vanti hana skáldlegt gildi og hugsunin sé fögur. Að því leyti sam- svarar þessi jólabók fyllilega tilgangi sínum, en efnið þarf að verða fjölskrúðugra, til þess að ná tökum á almenningi. V. G. TÍMARIT FYRIR KAUPFÉLÖG OG SAMVINNUFÉLÖG. III, 1. Ritstjóri: Sigurður Jónsson. Akureyri 1909. 1 þessu hefti er fundargerð Sambandskaupfélags íslands, reglur um slátrun og meðferð saltkjöts (eftir T. Tómásson), ferðaskýrsla Jóns Jóns- sonar frá Gautlöndum (um dönsk samvinnufélög), lýsing á stofnun og starfsemi nokkurra kaupfélaga og ýmislegt fleira. — Er yfirleitt vel frá öllu gengið í ritinu og einbeitt og öfluglega stefnt að því marki, sem því er ætlað að vinna fyrir. V G. ÁRSRIT RÆKTUNARFÉLAGS NORÐURLANDS 1908. Akur- eyri 1909. Arsrit þetta skiftist í tvo kafla, og eru í hinum fyrri margskonar skýrslur um störf og framkvæmdir félagsins. Má af þeim sjá, að fé- lagið heldur enn vel í horfinu og er eitthvert hið þarfasta félag, sem til er á landinu. í’að ætti því sannarlega skilið að fá meiri styrk úr landssjóði, og er merkilegt, að alþingi skuli ekki glöggva sig betur á, hve mikla ávexti þeir peningar geta borið fyrir þjóðfélagið, sem lagðir eru fram til jafnnytsamrar starfsemi og það félag hefir með höndum. í síðari kaflanum eru þijár ritgerðir, er hin fyrsta eftir búfræðis- kandídat Pál Jónsson, um jarðrækt og framleiðslu, sem hann sýnir fram á að megi auka að miklum mun með betri hagnýting áburðarins. Er sú ritgerð einkarglögg og sannfærandi og ætti að lesast af hverjum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.