Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 78

Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 78
i54 bónda á öllu landinu. Þá er ritgerð um > Garðræktarfélag Reykhverfinga -< (nánast skýrsla ein), og að lokum sMinnisskrá yfir gróðurafbrigði og ræktunarhætti* eftir Sigurð Sigurðsson skólastjóra — lifið og sálina f Ræktunarfélaginu. Er þar skrá yfir þær fóðuijurtir, sem bezt hafajjþrif- ist, belgjurtir, fóðurrófur, korntegundir, matjurtir, tré og runna, og jafn- framt gefin leiðbeining um ræktun þeirra, sem er því meira virði, sem hún er bygð á innlendri reynslu. V. G. SKÝRSLA UM GAGNFRÆÐASKÓLANN Á AKUREYRI 1908- —9. Akureyri 1909. Fremst í skýrslu þessari er mynd af hinum fyrsta forstöðumanni skólans Jóni A. Hjaltalín og nokkur minningarorð um hann. Ann- ars er innihaldið, eins og lög gera ráð fyrir, nemendatal, um stjóm skólans og kenslu, próf, söfn og fjárstyrki. En auk þess er hér við bætt, fram yfir það, sem verið hefir í eldri skýrslum, lýsing á skóla- húsinu (með mynd af því), heimavistunum og skólalífinu, félögum, skemtunum, íþróttaiðkunum, ásamt ýmsum reglugreinum, sem gefa margskonar upplýsingar um tilhögun á ýmsu við skólann. Þessi skýrsla er hin fyrsta undir stjórn hins nýja skólameistara og~ markar því tímamót í sögu skólans. Er gleðilegt að sjá, hve Ijósan vott hún ber um vöxt og viðgang skólans, sem fyrst og fremst lýsir sér í því, að nemendafjöldinn hefir nálega tvöfaldast (næsta ár á undan ekki nema 50, en nú 94). En framförin er einnig auðsæ í svo mörg- um öðrum greinum, ekki sízt í þeim mörgu ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið til þess, að gera skólalífið skemtilegt og aðlaðandi og hafa vekjandi áhrif á nemendurna. Sýnir það, að stjórn skólans er ljóst, að tilgangur skólans er ekki sá einn, að veita lærisveinum sínum svo eða svo mikinn þekkingarforða, heldur og að vera sönn uppeldisstofnun,. sem örfi og glæði alla góða hæfileika og geri sér far um að undirbúa unglingana til að verða sem' nýtastir synir og dætur þjóðfélagsins f hvívetna. Til þess er hinn margvíslegi félagsskapur og fundahöld í skólanum vel fallinn. Og þá ekki sízt söngurinn, með því töfravaldi, sem hann getur náð á mannssálunum. Og þegar kvæði þau, sem sungin eru, eru jafnvel valin, eins og í »Skólasöngum« þeim, sem ný- lega hafa prentaðir verið til notkunar í skólanum, þá getur ekki hjá. því farið, að upp af því söngfræi, sem þannig er stráð í hin ungu og viðkvæmu hjörtu, vaxi með tímanum ást á ættjörðinni, dáð og dreng- skap. V. G. íslenzk hringsjá. UM UPPKAST MILLILANDANEFNDARINNAR (»Det dansk-islandske Kom- missionsudkasts Fald«) hefir dr. juris K. Berlin ritað í »Gads danske Magasin« (jan. 1910) og finnur því afarmargt til foráttu. í*að hafi verið tvírætt og því óhentugt báðum aðilum, en þó einkum hættulegt fyrir Dani, fað hafi því verið mjög heppilegt, að því var hafnað af íslendingum. Breytingum meirihluta alþingis komi ekki til mála að Danir gangi að, og breytingar minnihlutans séu í rauninni ekki hótið betri, því hvorttveggja breytingarnar stefni að hreinu konungssambandi í

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.