Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 80

Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 80
156 getið sé um í sögum vorum á Vínlandi, haíi verið annaðhvort rauðber (Ribes) eða þó öllu heldur önnur svipuð tegund (Vaccinium Vitis-Idaea, sem vex á íslandi), en alls ekki vínþrúgur. Sömuleiðis hafi hið sjálfsáða »hveiti« ekki verið annað en melur (Elyrnus arenarius) og »mösurr« ekki hlyntegund (Acerplatanoides, »Maple«),- heldur aðeins hvítbjörk (Betula alba). Og þessi gróður bendi á, að Vínland hafi verið á Labradorströndinni norðanvert við St. Lawrence-flóann. Pótt höf. hafi í ritgerð sinni sýnt mikinn lærdóm, virðist oss niðurstaða hans harla ólíkleg og fjarri öllum sanni. Þó hann geti sannað, að rauðber hafi stundum verið kölluð »vínber«, þá er það alls ekki nóg. f*ví vínber er líka í norrænum þýð- ingum (t. d. í Stjórn 200) brúkað einmitt um vínþrúgur. Auk þess stendur bæði í í^orfinns sögu Karlsefnis (k. 8 og 15) og Eiríks sögu rauða (k. 8) alls ekki vín- ber, heldur vínviðr, og í Grænlendingaþætti í Flateyjarbók stendur, að þeir hafi fundið »vínvið ok vínber«. í^ar við bætist, að það var Þjóðverjinn Tyrker, sem fann vínviðinn og vínberin og þekti þau og sagði hinum frá, hvers kyns um var að vera, svo ekki þurfti til þekking Leifs eða annarra norrænna manna á þeim. Að Norðurlandabúar hafi nokkurntíma kallað »mel« hveiti eða blandað þessu tvennu saman, kemur ekki til nokkurra mála. Hveitirækt hafði verið altíð á Norð- urlöndum í margar aldir áður en Vínland fanst, og þangað, sem það ekki óx, var það flutt, jafnvel heilir skipsfarmar, sem sögurnar víða votta. Menn þektu því hveiti of vel til þess, að þeir gætu blandað því saman við »mel«. Fremur ólíklegt virðist og, að mösurr hafi verið hvítbjörk, jafnmikið dýrindistré og mösurr er talinn í sögunum. Um legu Vínlands skal hér hins vegar ekkert sagt. í*að er enn óráðin gáta hvar á strönd Ameríku það hefir verið. V. G. J.DAHL: F0ROYSK MÁLLÆRA TIL SKÚLABRÚKS. Khöfn t9o8. Það er »Hitt Föroyska Bókmentafelagið«, sem hefir gefið út þessa kenslubók í færeyskri málfræði, og nær hún eigi aðeins yfir lýsingu málmyndanna (hljóðfræði og beygingafræði), heldur er þar og stutt ágrip af orðmyndunar- og orðskipunarfræði. Er bókin því all- yfirgripsmikil og jafnvel helzt til stór sem skólabók. En öðrum, sem kynnast vilja færeysku og bera hana saman við önnur skyld mál, mun hún kærkomin. Sérstaklega má vænta, að mörgum íslendingi mundi þykja gaman að kynna sér hana. Meðal annars eru þar margir nýgervingar, sem virðast hafa tekist vel, og sumir þeirra jafnvel skýr- ari og náttúrlegi en þau málfræðisnöfn, sem notuð eru í íslenzku. Þannig heita föllin fjögur (nefnif, þolf., þáguf. og eignarf.): hvör- fa 11, hvönnfall, hvörjumfall og hvörsfall. Atviksorð eru kölluð hjáorð og »concreta« og »abstracta« verannövn og hugsan- növn, sem orð vantar yfir ( íslenzku. Annars eru hin íslenzku mál- fræðisorð víða upptekin, færð í færeyskan búning. Til þéss að dæma um slíka bók sem þessa brestur oss eðlilega næga þekkingu á tungu Færeyinga. En að því er vér fáum séð, virðist hún vel af hendi leyst, enda hafa fleiri góðir færeyskufræðingar yfirfarið handrit höf, áður en það hljóp af stokkunum. Þó er það skrítið, að sjá á bls. 41 aðeins orðmyndina mestur tilfærða sem »hástig« (yfirstig) af mikil, þar sem myndin miklastur virðist líka góð og gild. Því annars mundi höf varla sjálfur brúka hana, eins og hann þó gerir á bls. 93 (»allartýdningarmiklasta). V. G.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.