Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Page 6

Eimreiðin - 01.09.1910, Page 6
162 landssjóður tald lán til þeirra fyrirtækja, sem beinlínis borga sig, þó hvorki muni vert né rétt, að taka lán til annarra fyrir- tækja, hversu þarfleg sem þau kunna að vera, og þó að þau borgi sig óbeinlínis. * * * Núverandi og verðandi verksmiðjueigendur ættu að haga þannig vinnunni, að þeir hefðu fáa verkmenn á sumrin, því þá er kaupgjald hátt. En hafa marga verkmenn á vetrin, og, þar sem því verður við komið, og verkefni er nóg fyrir hendi, hafa svo marga, að þeir geti skiftst á, og unnið bæði nótt og dag.*) Pað er algengt, þar sem veturinn er langur, t. d. í Pétursborg, að verksmiðjurnar láti flesta eða alla verkmenn sína frá sér fara á sumrin. Fara þeir þá til heimkynna sinna úti í sveit, og fást við búskap. Græða þeir meira á því, en ef þeir hefðu verið kyrrir í verksmiðjunum yfir sumartímanu, fyrir sama kaup og þeir höfðu um veturinn. En þetta fyrirkomulag er ekki síður verk- smiðjunum en verkmönnum í vil, því héldu þær verkmönnunum alt árið, yrðu þær að gjalda hærra kaup. En það eru ekki aðeins þeir, sem vinna í verksmiðjum — því þær eru nú enn sem komið er teljandi á íslandi —, sem ættu að hafa annað fyrir stafni á sumrin. Heldur einnig sem flestir iðnaðarmenti. Allir sjómenn, sem nú eru iðjulausir á vetrin, ættu að kunna einhverja handiðn. Pað eru t. d. hvergi nærri því nógu margir skósmiðir á Islandi, gerðu landsmenn sjálfir þá skó, sem þeir þurfa (sjá síðar). Skósmíðameistarar, sem nú hafa 2—3 menn í vinnu alt árið, ættu að hafa 5—8 menn í vinnu á vetrin, en að- eins einn eða jafnvel engan á sumrin. Pað virðist mjög sann- gjarnt, að skóviðgerð væri seld helmingi dýrara á sumrin en á vetrin (þetta á auðvitað við um flestar handiðnir), og mundi það *) Mér er sagt að í »Tóvélum Eyfirðinga« hafi verið unnið bæði nótt og dag á vetrin, en að vélarnar hafi ekki verið notaðar einhvern tíma sumarsins. Eigi er mér kunnugt um, hvort það var vegna þess, að verkefni hafi verið svo geysi- mikið á vetrin, og verkefnisleysi á sumrin, eða hvort það var til þess, að nota ódýra vinnukraftinn. Ef til vill hefur það verið af báðum þessum ástæðum. En af hverju nú sem þetta fyrirkomulag hefur stafað, þá bendir það í áttina, sem halda skal.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.