Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 16

Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 16
172 Skýrt skein á brúnum og skörpum sviprúnum, stefnufesta stórlyndi stjórna myndi. Hetjulegur höfðingi — hvass á málþingi. — Svipaði’ um flest til formanna foringjanna. Nefnt verður nafn hans meðal niðja lands, er lýðum braut brutu, sem bezt þeir nutu. — Féll þar maður margfróður, maður raungóður stjórnari sterkur stórum orðmerkur! Læt ég ljóð falla. Leiða vissi’ ég alla mælgi þér og málanda »munnræpanda«. Meistari! hér má án mærðar sjá, kennara sinn »Króknefur« kæran hefur! II. SKAUTALJÓÐ. »Að líða á skautum í léttum blæ er leikur sem hjartað kætir, er ísabreiðan svo glampandi glæ og ginnandi sjónum mætir. Pað liðkar og stælir og léttir vorn hug og lífgar vorn metnað, er þreytum flug við vindinn, og verðum fyrri, sem veslist hann upp eða kyrri. Svo látum nú sjá, hvað land vort á, og sýnum enn, hér séu menn með stælta leggi og stolt í neggi, með bringu hvelfda og brá óskelfda, sem hrasa eigi á hálum brautum, sem hika eigi né gugna í þrautum, en keppa hraustir að frelsi og frama, og frýjulaust munu verja hið sama. Fram drengjalið, nú drýgjum skrið.c Peir búast. Og sjá! Nú er bending gefin. ?éir bresta við þá, og nú tíkka skrefin. í svellinu dynur sá syngjandi hvinur!

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.