Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Side 19

Eimreiðin - 01.09.1910, Side 19
175 arnir voru teknir til fyrirmyndar, menn bjuggu sér til vængi í líkingu við fuglsvængi og hugðu, að þeir á þann hátt gætu leyst þrautina. Elzta tilraun í þessa átt, sem nokkurnveginn áreiðanlegar sög- ur fara af, var gjörð á Skotlandi 1510 af ítölskum munk. Hann hafði gert sér 2 vængi úr fuglsfjöðrum og bauð Jakobi konungi IV. og hirðmönnum hans að vera viðstaddir ákveðinn dag og horfa á sig fljúga. Hann sté upp á háa víggirðingu og ætlaði sér að hefja flugið þaðan. Pegar hann var kominn þangað upp, þandi hann út vængina og stökk fram af víggirðingunni, — en fluginu náði hann ekki, heldur steyptist til jarðar og lenti í sorp- haug nokkrum og fótbrotnaði. Kendi hann því um, að fjaðrirnar í vængjunum hefðu ekki verið af nógu góðum flugfuglum. Árið 1617 gjörði annar munkur í Tiibingen líka tilraun; hann hafði búið sér til vængi úr bókfellsskinni. I fyrsta sinni þegar hann reyndi að fljúga með þeim, féll hann til jarðar og beið bana. Frakkneskur maður, Marquis de Bracqueville, bjó sér til fjóra vængi, bæði á hendur og fætur. Reyndi hann þá í París 1742, Eftir því sem frá er skýrt, hafa vængirnir létt undir hann; samt sem áður mistókst tilraunin alveg, hann féll í Signu og lenti á bát og fótbrotnaði. Ymsar fleiri tilraunir voru gerðar í þessa átt á þessum árum og margir hugvitsmenn komu fram með tillögur og uppástungur til að leysa þrautina. En alt var þetta á litlum rökum bygt, aðeins fálm út í loftið, er bar vott um mestu vanþekkingu á undirstöðu-atriðum flugsins. Enda var eðlisfræðin og vélafræðin svo skamt á veg komin í þá daga, að engar líkur voru til, að þrautin yrði leyst þá. Loks komu loftbelgirnir til sögunnar; þá opnaðist nýr vegur til að svífa um loftið, og allar tilraunir gengu í þá áttina í langan tíma, að bæta loftbátana og fullkomna. Á meðan fengu flug-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.