Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Qupperneq 21

Eimreiðin - 01.09.1910, Qupperneq 21
177 raun um, að það á rót sína að rekja til þess, að þeir hafa til- tölulega stóra vængi í samanburði við líkamsþyngd þeirra. Vér getum þannig liðað flughæfileika fugla sundur í tvent: i. geta þeir svifið án þess að veifa vængjunum, og er sá hæfileiki mest kominn undir stærð vængjanna í samanburði við líkamsþungann; 2. geta þeir knúið sig áfram í loftinu, rneð því að veifa vængjunum; meðal annars er þessi hæfileiki mjög kominn undir styrkleik og þroskun flugvöðvanna. Á loftskipunum er fyrri þrautin leyst með loftbelgnum, sem heldur þeim svífandi, en hin síðari með hreyfivélunum og loftskrúf- unurn, sem knýja þau áfram. I stað loftbelgs hafa flugvélarnar nokkurskonar vængi eða svifþynnur, sem þær líða á um loftið eins og fuglarnir. En til þess að knýja þær áfram, eru hafðar loftskrúfur, eins og á loft- skipunum. Pað tókst ekki í einni svipan að finna nothæfar flugvélar, menn urðu að feta sig áfram með þolinmæði og þrautseigju. Menn byrja á því, að svífa af hærri stað á lægri, eins og flug- íkornarnir, en færa sig svo smátt og smátt upp á skaftið, og tekst að lokum að knýja þær áfram og stýra þeim á fluginu og hækka þær og lækka eftir vild. * * * Pýzkur maður, er Lilienthal hét, var sá fyrsti, sem gerði verulegar tilraunir til þess, að svífa. Pað var á árunum eftir 1890. Hann bjó sér til svifþynnur úr dúk, er þandar voru út með léttri grind. Honum tókst vel að svífa af hærri stað á lægri. Af 30 metra háum stað gat hann svifið 300 m. áfram, áður en hann sveif til jarðar. Hann festi einnig stél eða stýrisþynnur við svif- vél sína, og gat með þeim stýrt henni talsvert. Honum tókst einnig að notfæra sér hægan vind, til þess að svífa nokkuð hærra, en sá staður lá, er hann lagði upp frá. Með langri æfingu tókst honum að lokum að svífa og halda jafnvægi, þó nokkuð tæki að hvessa. Hann var einnig farinn að hugsa um að tengja hreyfivél og loftskrúfu við svifvél sína, til að knýja hana áfram; en það átti honum ekki að auðnast. Við sviftilraun 10. ágúst 1896 fat- aðist honum flugið, hann steyptist til jarðar og beið bana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.