Eimreiðin - 01.09.1910, Qupperneq 22
i78
Sömu forlögum sættu nokkrir, er gerðu líkar tilraunir næstu
árin.
Um líkt leyti og Lilienthal gerði tilraunir sínar á Pýzkalandi,
fékst verkfræðingur, er Chanute hét eða Knútur á vora tungu,
við sviftilraunir í Ameríku. Hann bjó til margar svifvélar, og
fann loksins upp svifvél, sem var mjög einföld að gerð, og að
ýmsu leyti hentug. Hún er sýnd á 3. mynd.
Svifþynnurnar voru 2, hvor upp af annarri, en fyrir aftan
þær að neðan eru stýrisþynnur. Sæti loftfarans var nokkru neðar
en svifþynnurnar.
Til þess að fá svifvélarnar til
að svífa, þurfti að velja háan
stað til að leggja út frá, og
annaðhvort stökkva fram af
þverhníptri hæð, eða hlaupa til
niður bratta brekku, þangað til
loftið spyrnti svo fast undir svif-
3. Svifvél Knúts (Chanute's). þynnurnar, að loftfarinn losnaði
við jörðu. Lesandanum verð-
ur það vonandi ljóst við að athuga 3. mynd, að úr því vélin er
komin á loft, getur hún ekki fallið þráðbeint til jarðar meðan
svifþynnurnar iiggja lárétt, því loftið spyrnir á móti þynnunum,
og sú mótstaða verður þeim mun meiri, sem þynnurnar
eru stærri í samanburði við þyngd loftfarans og vél-