Eimreiðin - 01.09.1910, Side 24
i8o
borið mann. 1903 var hún fullsmíðuð, en er hana átti að reyna,
eyðilagðist hún af óhöppum.
Pá komum vér aftur að Wright-bræðrunum. Peim tókst að
leysa þá þraut, sem frægir verkfræðingar og vísindamenn höfðu
orðið að gefast upp við. En þó þeir bræður hefðu eigi gengið
undir vísíndapróf, höfðu þeir samt á eigin "spýtur, frá því þeir
voru unglingar, aflað
sér vísindalegrar þekk-
ingar á öllu því, er
snerti fluglistina, og
gert margar tilraunir
henni viðvíkjandi, er
leiddu það í ljós, að
ýmsar eldri skoðanir
voru ekki á rökum
bygðar. En auk þess
voru þeir hagsýnir og
þrautseigir, og þar að
auki hagir, svo að þeir
gátu sjálfir stjórnað
vélasmíði sínu að fullu.
Pegar þeir höfðu
bætt svifvélar sínar, og
reynt þær ótal sinnum,
bjuggu þeir til hreyfi-
vél og loftskrúfur við
peirra hæfi. 17. desem-
ber 1903 reyndu þeir
fyrst flugvél sína.
4. Wilbur Wright (f. 1867). Tilraunin hepnaðist
ágætlega; loftskrúfurn-
ar hófu vélina til flugs og hún flaug með annan þeirra alllangan
spöl. Enn vantaði þó mikið á, að þeir þættust nógu langt á veg
komnir. Margt þurfti að bæta og laga, og þeir þurftu langan tíma
til að æfa sig í að stýra vélinni og hafa fult vald á henni í loft-
inu, og halda jafnvæginu. En þeim tókst smámsaman að yfir-
stíga örðugleikana, og árið 1905 voru þeir svo langt á veg
komnir, að þeir gátu í striklotu flogið 40 km. (nál. 5 mílur) á 40
mínútum.