Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Side 25

Eimreiðin - 01.09.1910, Side 25
8i Bræðurnir fóru eins dult með tilraunir sínar og þeir gátu, en þó varð eigi hjá því komist, að menn í nágrenni við þá sæju þá fljúga. En þeir höfðu strangar gætur á, að enginn fengi færi á að kynna sér gerð vélanna. Nú áttu þeir eftir að gera sér mat úr uppgötvun sinni. Peir sneru sér því til stjórnar Bandaríkjanna og buðu henni einkarétt sinn til kaups. Skyldu kaupin fullgerast, er þeir hefðu sýnt, að þeir gætu látið vél sína fljúga 50 km. í einu með 2 farþega. — Lík skilyrði setti og frakk- neskt félag, er þeir sömdu við. 1908 skyldi próf þetta standa. Bræðurnir unnu nú af kappi að vélum sínum og æfingum, til þess að vera sem bezt bún- ir undir þessa opinberu tilraun. Sumarið 1908 fór Wilbur til Frakk- lands, til að uppfylla þau skilyrði, er hið frakkneska félag setti. En Orville fór til Vir- giníu, til að fullnægja skilyrðum Bandaríkja- stjórnarinnar. Skömmu síðar varð Orville fyrir slysi; hann var á flugælingu með öðrum manni, brotnaði þá önnur loftskrúfan, vélin steyptist til jarðar, og Orville varð fyrir miklum meiðslum, en félagi hans beið bana. Bróður hans Wilbur gekk betur á Frakklandi. Um sama leyti tókst honum að fljúga í U/2 kl. stund, og nokkru síðar flaug hann tvívegis meira en 50 km., og hafði þá fullnægt skilyrðum félagsins, sem borgaði þegar einkaréttinn með hálfri miljón franka. Á gamlársdag það ár flaug hann í einu 125 km. á 2 kl. stundum 5. Orville Wright (f. 1871).

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.