Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Page 28

Eimreiðin - 01.09.1910, Page 28
184 Eftir því sem fleiri fengust við að finna upp flugvélar og bæta þær, eftir því urðu vélarnar margbreyttari að gerð og hver annarri ólíkar. Er ógerningur að lýsa öllum þeim mörgu myndbreytingum, er vélarnar hafa tekið, því þær eru næst- um því eins margar og vélarnar sjálfar. Aðeins vil ég benda á helztu flokkanna. er þær skiftast í. Vélum Wright- bræðranna hefi ég þegar lýst nokkuð náið; enn sem komið er eru flestar flugvélar með því lagi, en svifþynnurnar eru misjafnlega margar i, 2, eða 4, og sumar hafa langan hala eða stél o. s. frv. Ólíkar þeim eru skrúfvél- arnar; þær hafa litlar eða eng- ar svifþynnur, en í stað þeirra margar láréttar loftskrúfur, er lyfta vélunum þráðbeint upp frá jörðu og halda þeim á lofti. Sumar eru sem mest snið- nar eftir fuglunum; mætti ef til vill nefna þær vængvélar. Svifþynnurnar eru hreyfanleg- ar, svo þeim verður veifað með tilstyrk hreyfivélarinnar, 8. Louis Bleríót (f. 1872). eins °g fuglarnir veifa vængjum sínum. Pessum hreyfanlegu svifþynnum er bæði ætlað að halda vélunum svífandi og eins að knýja þær áfram; takist þetta, verða loftskrúfurnar ef til vill óþarfar. Pað hefur og verið reynt, að steypa flugvélum og loftskipum saman og búa til loftför bæði með loftbelgjum og svifþynnum. Hingað til hefur þó enginn nýtilegur árangur orðið af þeirri sam- bræðslu. * * * Eftir að Wright hafði sýnt list sína á Frakklandi, lifnaði fyrir alvöru yfir fluglistinni í Norðurálfunni. Nýir og nýir flugmenn koma fram á sjónarsviðið, er keppa um frægðina og yfirstíga hver annan á víxl. Mestan þátt áttu Frakkar í kappflugunum, og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.