Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Page 31

Eimreiðin - 01.09.1910, Page 31
«7 Vín og vínbann. i. Pað má geta því nærri, að annað púnverska stríðið hafi veitt bændum og -búandkörlum á Italíu þungar búsifjar, þar sem út- lendur óvinaher fór um land með ránum og spillvirkjum um nær tvo tugi ára; þó verður ekki séð, að bændalýðurinn hafi kvartað til stjórnarinnar í Róm undan yfirgangi Hanníbals og hers hans; menn hafa auðsjáanlega tekið þrautunum með þolinmæði og biðið betri tíma. Hálfri annarri öld síðar varð þrælauppreisn á Ítalíu. Prakverski þrællinn Spartakus safnaði að sér alimiklum sæg þræla, og fóru þeir um land með illvirkjum og allskonar ófögnuði. En þá kveður við annan tón hjá sveitalýðnum; kvartanir streyma úr öllum áttum til stjórnarinnar í Róm yfir spillvirkjum þessum, og sárbæna bændurnir stjórnina um að hjálpa þeim og reka af hönd- um þeim þrælalýð þenna og hefta yfirgang þeirra. Pað liggur nú nærri að spyrja, hví bændur báru ver yfirgang Spartakusar en Hanníbals. Orsökin er auðfundin. í lok þriðju aldar f. Krb. var kornyrkja aðallega stunduð á Italíu, og þótt óvinaherinn spilti ökrum og rændi korninu, þá var þó tjónið ekki tilfinnanlegt til lengdar, því næsta ár gaf útsæðið uppskeru. Á dögum Sparta- kusar var, hins vegar, vínyrkja og aldinrækt, einkum olíurækt, stunduð nálega um alla Ítalíu; það líða mörg ár áður vínviður og aldintré bera ávöxt, eftir aö þau eru plöntuð, því er eyðing þeirra tilfinnanleg um langan tíma; og það voru einmitt þesskonar spill- virki, er Spartakus og félagar hans frömdu, en bændur báru svo illa. Pessi dæmi sýna ljóslega, hve þýöingarmikið atriði vínyrkjan er í sögu mannkynsins; vínviðurinn hefur átt meiri þátt en nokkur önnur jurt í því, að búfesta mennina og gera þá friðelska, því að liann vex seint og þarfnast tneiri ræktar og umhirðu en aðrar jurtir, ef uppskeran á að vet ða góð. Pað er ekki ólíklegt, að vínyrkjart hafi átt þátt í að festa keisaradóminn rómverska; bændalýðurinn var orðittn þreyttur á styrjöldunum og óeirðuttum undir þjóðveld- inu vegna tjóns þess, er þær ollu atvinnu þeirra; þó Rómverjar ættu í stríðum á keisaratímunum, var þó allfriðsælt á Italíu sjálfri. Búfesttt og friðarást eru aðalskilyrði fyrir menningu og framförum- mannattna og vínviðurinn, sem stuðlað hefur að því, að skapa þau

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.