Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 34

Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 34
Víntekja alls heimsins var árið 1907 um 163 miljónir hektó- lítra, og nam hún að peningaverði um 2 miljörðum króna. Frakk- land er mesta vínland heimsins (árið 1875: 83 milj. hektólítra' 1907: 66 milj.); þar næst koma Ítalía og Spánn, Austurríki og Ungverjaland, Portúgal og Pýzkaland; á Balkanskaganum er og mikil vínyrkja, þó er hún á Grikklandi ekki eins mikil og að fornu. í öðrum heimsálfum er allmikil vínyrkja: í Afríku, Alzír og Kap- landinu; í Norður-Ameríku: Kaliforníu og Mexíkó; í Suður-Ame- ríku: Argentínu og Chili; í Ástralíu er hún og nokkur, en í Asíu nemur hún litlu nema í Persíu; þessi vín koma þó sjaldan á ev- rópiska markaðinn. Vínekrur alls heimsins eru um ich/2 milj. hektara (þar af eru 8]/3 milj. í suðurhluta Evrópu) og samsvarar það nálega flatarmáli íslands. Til samanburðar við tölur þessar mætti geta þess, að sam- kvæmt landshagsskýrslunum nam verð aðflutts víns (messuvíns, rauðvíns og annarra vínfanga) til íslands árið 1906 um 67,000 kr. Eftir því að dæma hlýtur aðflutningsbannið íslenzka að hafa mikil áhrif á heimsmarkaðinn I II. Ef mannkynið hefði jafnan fylgt kenningu Konfúsíusar og lifað einföldu, óbrotnu lífi, sem hann mælti með: etið hrísgrjón, drukkið vatn og haft handlegginn fyrir kodda, þá væri það ennþá á dýrastiginu. Pað eru þarfirnar og nautnirnar, sem hafa hafið það upp. Og svo er um vínnautnina; hún hefir ekki síður en vínyrkjan komið því á hærra stig. Hver áhrif vínnautnin (dýrkun Díónýsosar) hafði á Forn- Grikki, geta menn lesið á íslenzku í goðafræði Stolls. Par segir svo: »Svo er um neyzlu vínsins, að þar sem hún er jafnaðarlega í einhverju landi, þá hýrgar og mýkir hún skaplyndi þjóðarinnar, örvar glaðværð og laðar til ánægjusamlegs félagsskapar. Að þessu leyti eru einhvers konar blíðindi og ljúfleikur samfara dýrk- un Díónýsosar, og því var það trú manna, að hann hafi snúið mönnum til þýðari háttsemi . . . Hann var frömuður sönglistar og unaðsfullra íþrótta; sjónleika-skáldskapur hófst fyrst af helgihöld- um hans og dafnaði af þeim til fullkomnunar . . . Slíkt hið sama hefur myndasmíðislistin og gáfan til hennar glæðst hvað mest af þeirri lífsgnótt og gleðiblóma, sem var samfara dýrkun Díónýsosar

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.