Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 34
Víntekja alls heimsins var árið 1907 um 163 miljónir hektó- lítra, og nam hún að peningaverði um 2 miljörðum króna. Frakk- land er mesta vínland heimsins (árið 1875: 83 milj. hektólítra' 1907: 66 milj.); þar næst koma Ítalía og Spánn, Austurríki og Ungverjaland, Portúgal og Pýzkaland; á Balkanskaganum er og mikil vínyrkja, þó er hún á Grikklandi ekki eins mikil og að fornu. í öðrum heimsálfum er allmikil vínyrkja: í Afríku, Alzír og Kap- landinu; í Norður-Ameríku: Kaliforníu og Mexíkó; í Suður-Ame- ríku: Argentínu og Chili; í Ástralíu er hún og nokkur, en í Asíu nemur hún litlu nema í Persíu; þessi vín koma þó sjaldan á ev- rópiska markaðinn. Vínekrur alls heimsins eru um ich/2 milj. hektara (þar af eru 8]/3 milj. í suðurhluta Evrópu) og samsvarar það nálega flatarmáli íslands. Til samanburðar við tölur þessar mætti geta þess, að sam- kvæmt landshagsskýrslunum nam verð aðflutts víns (messuvíns, rauðvíns og annarra vínfanga) til íslands árið 1906 um 67,000 kr. Eftir því að dæma hlýtur aðflutningsbannið íslenzka að hafa mikil áhrif á heimsmarkaðinn I II. Ef mannkynið hefði jafnan fylgt kenningu Konfúsíusar og lifað einföldu, óbrotnu lífi, sem hann mælti með: etið hrísgrjón, drukkið vatn og haft handlegginn fyrir kodda, þá væri það ennþá á dýrastiginu. Pað eru þarfirnar og nautnirnar, sem hafa hafið það upp. Og svo er um vínnautnina; hún hefir ekki síður en vínyrkjan komið því á hærra stig. Hver áhrif vínnautnin (dýrkun Díónýsosar) hafði á Forn- Grikki, geta menn lesið á íslenzku í goðafræði Stolls. Par segir svo: »Svo er um neyzlu vínsins, að þar sem hún er jafnaðarlega í einhverju landi, þá hýrgar og mýkir hún skaplyndi þjóðarinnar, örvar glaðværð og laðar til ánægjusamlegs félagsskapar. Að þessu leyti eru einhvers konar blíðindi og ljúfleikur samfara dýrk- un Díónýsosar, og því var það trú manna, að hann hafi snúið mönnum til þýðari háttsemi . . . Hann var frömuður sönglistar og unaðsfullra íþrótta; sjónleika-skáldskapur hófst fyrst af helgihöld- um hans og dafnaði af þeim til fullkomnunar . . . Slíkt hið sama hefur myndasmíðislistin og gáfan til hennar glæðst hvað mest af þeirri lífsgnótt og gleðiblóma, sem var samfara dýrkun Díónýsosar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.