Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Side 42

Eimreiðin - 01.09.1910, Side 42
198 meö svo mörgum höfnum og langri strandlínu, aö koma á strangri tollgæzlu, og eina úrræöið til að fá lögunum framfylgt væri að mynda eins konar sjálfviljugt spæjaraféiag, sem snuddaði um prívatlíf manna. l’að er ekki ólíklegt, að sumir æstir bindindis- menn væru fúsir til slíkrar starfsemi, en enginn annar heiðvirður borgari mundi gera það; ef slíkt yrði tízka, er enginn efi á, að það mundi hafa hin verstu áhrif á siðferði og líf þjóðarinnar. Pað mun mega finna dæmi þessa undir amerísku bannlögunum. Petta er mjög athugavert og alvarlegt mál fyrir íslendinga, og þeir ættu að hugsa sig um tvisvar, áður þeir láta aðflutningsbannið koma í framkvæmd. Eg skal að lokum minnast á eitt, sem látið hefur verið klingja í eyrum alþýðunnar, jafnvel af mönnum, sem ættu að vita betur. Pað er, að íslendingar yrðu frægir, ef þeir kæmu á aðflutnings- banni. fetta er falskur fagurgali. I fyrsta lagi verða menn sjald- an frægir af því, sem þeir gera eingöngu sér til frægðar, nema þeir þá afli sér með því heróstratiskrar frægðar. I öðru lagi hagar svo til á Islandi, að útlendar þjóðir geta ekkert af Islendingum lært í þessu efni, enda hafa þeir ekki fundið upp aðflutnings- bannið, og hvar sem því er beitt, hlýtur það að skoðast neyðar- úrræði. Áfengismálið erlendis er ekki eingöngu heilsufræðis- og siðferðislegt mál, heldur eitt með stærstu fjárhagsmálum; ég hef að framan getið um verð árlegrar víntekju heimsins, og er það ekkert smáræði, en þó er þar ótalið alt það feiknafé, sem varið er til tilbúnings alls annars áfengis. Á Islandi kemur ekkert slíkt til greina, og sú eina stétt, er bíður af banninu fjártjón, eru kaupmennirnir, sem missa sölulaunin. En skoplegast er þó þetta frægðarrugl bindindispostulanna, þegar litið er til hins núverandi hlægilega-sorglega stjórnarástands á Islandi. Eða á aðflutnings- bannið að vera einskonar ljónshúð til að hylja asnabúkinn, eins og í dæmisögu Esóps? Ef svo er, þá er hætt við, að eyrun standi út undan og sýni hið sanna eðli verunnar, og að úr frægð- inni verði — ófrægð. Ithaca, N. Y., jan. 1910. HALLDÓR HERMANNSSON.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.