Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Qupperneq 44

Eimreiðin - 01.09.1910, Qupperneq 44
200 sem aðhyltist þær kenningar, útskúfaöi allri guðstrú, en trúði á. mátt sinn og megin, og prédikuðu holdsins evangelíum með mik- illi andagift. Pegar náttúruvísindin eru í blóma, kemur hin gamla efnis- kenning (materíalismus) altaf fram á skoðunarsvæðið, og hún hefir, á seinni hluta 19. aldar og fram á þenna dag, haft afar- mikið vald yfir hinum mentaða almenningi í stóru löndunum. Efniskenningin er eldgömul og hafði þegar allmikið gengi í forn- öld hjá Grikkjum og Rómverjum. Samkvæmt henni er efnið alt, undirstaða alls, og líf og meðvitund, sál og hugsun er ekkert annað en hreyfing frumagnanna. Pegar náttúruvísindin á 19. öld fundu, að hvorki var hægt að eyða efni né afli og að hvorttveggja virtist eilíft og óendanlegt, fór efniskenningin að fá mikinn byr hjá fjölda manna, þó hún eiginlega aldrei næði fullu taki á hinurn mikilhæfari náttúrufræðingum og heimspekingum.1 Efniskenningin er í raun réttri mjög grunnhugsuð og getur alls ekki staðist vís- indalega röksemdaleiðslu; hún byggir á staðhæfingum, sem heim- spekingar fyrir löngu hafa hrakið; en samt sem áður hefir þessi heimsskoðun jafnan haft mikið fylgi, því þeir eru altaf margir, bæði af mentuðum og ómentuðum stéttum, sem annaðhvort ekki nenna að hugsa eða ekki geta hugsað rökrétt. Ályktanir efniskenninganna á 19. öld virðast þó ekki sérlega skemtilegar eða aðlaðandi, uppörvandi né huggandi fyrir mann- kynið. Aðalsetningarnar eru þessar: Enginn guð er til nema efnis- heildin sjálf; alheimurinn hefir verið til frá eilífu, og alt það, sem í honum gerist, er tilgangslaus og meiningarlaus tilviljun. Sálin, sem er ekkert annað en efnabreyting og frumagnahreyfing í heil- anum, deyr með líkamanum; hlægilegt að hugsa sér annað líf eftir þetta. Heildin og einstaklingarnir, líf og dauði hafa enga þýðingu; náttúran sýnir reyndar þroskun og framför í breytiþróun lifandi hluta, en það er í raunintii tilgangslaust. Lífið er aðeins lítill hluti tilverunnar, komið einhvern veginn fram af hendingu við samspil dauðra frumagna, sem komist hafa í hentugar stell- ingar; jörðin ferst og iífið sloknar út; þar verður ekkert eftir nema líflaus óskapnaður. Skynsetnin og andlega lífið eru bæði léttvæg og skammvinn fyrirbrigði. Jörðin veltur fram um miljónir ára í geimnum, til þess að þroska skynlausar skepnur og meðvit- 1 Um efniskenninguna sjá bók Ágústs Bjarnasonar, Nítjánda öldin, bls. 214—224.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.