Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 45
201 undarlausar plöntur; þá koma fram skynsemi gæddar verur um stutta stund, og aðeins örfáar þeirra komast til æðri menningar. Svo hverfur þetta alt saman eins og reykur út í geiminn. Allar fagrar hugsanir manna og hugsjónir, öll stórvirki, góðverk og mannkærleiki eru hverfandi og einskisvirði, þegar öllu er á botn- inn hvolft. Sálin verður að engu, því hún er í rauninni aldrei neitt, nema samspil efniseinda, og hverfur því, þegar holdið breytist. Frumefni líkamans liðast í sundur og geta þó að minsta kosti orðið að áburði á töðuvelli framtíðarinnar. Holdíð getur því orðið til einhvers, þegar sálin hverfur. Pví má þá ékki þessa stuttu stund lofa holdinu að fara eftir girndum sínum og tilhneigingum ? Eins og fyr var getið, er Háckel gamli í Jena nú foringi allra efnissinna á Pýzkalandi; hann kallar heimsskoðun sína reyndar »mónismus«, en í raun og veru er hún alveg hið sama eins og hinn forni »materíalismus«. Háckel þykist fylgja Spínóza, sem hann þó auðsjáanlega ekki skilur; aðalhugmynd Háckels um »súb- stans«, sem á að vera bak við efni og afl, sameina hvorttveggja •og vera hin eilífa eining allrar veraldar, segja frægir þýzkir heim- spekingar eins og E. Adickes og Fr. Paulsen, að sé blátt áfram rugl, sem Háckel ekki skilji sjálfur. Annars eru að öðru leyti skoðanir Háckels hér um bil hinar sömu, eins og skoðanir hinna eldri efnissinna (Karl Vogt, Móleschott, L. 'Búchner, Fr. Strauss). Ekki vill Háckel sleppa allri kirkjurækni; í kirkjum efnissinna á að halda fræðandi fyrirlestra og ræður um náttúrufræði og félagslíf. Kirkjurnar eiga að vera prýddar með fögrum blómum, pálmum og vafningsviðum, bambustrjám og burknum; undir kirkjuglugg- unum eiga að vera glerílát með mislitum marglittum, sem eru uppáhaldsdýr Háckels, kóröllum og krossfiskum, en yfir háaltari á að vera Úraníu-mynd, sem með hreyfingu himinhnattanna á að hefja hugann til umhugsunar um almætti efnis-hugtaksins!1 Marg- ir hafa hlegið að þessari kirkjuhugmynd hjá Háckel og þótt það lýsa æði mikilli einfeldni, að hann skuli hugsa sér, að slíkt hégóma- tildur muni geta haft nokkur áhrif á sorgmæddar sálir, sem eru að örmagnast undir þungum sálarkvölum og þurfa að leita sér svölunar og huggunar. Til þess að útbreiða kenningar sínar, stofn- 1 »An die Stelle des Hochaltars wird eine »Urania« treten, welche an den Be- wegungen der Weltkörper die Allmacht des Substanz-Gesetzes darlegt« (E. Háckel: Weltráthsel, Bonn 1899, bls. 462—463).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.