Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 47

Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 47
203 skuggahliðarnar eru líka gífurlega svartar. Vísindin hafa me6 praktiskum uppgötvunum algjörlega breytt hinum ytri ástæðum manna; gufuskip og járnbrautir, símar og talsímar og ótal önnur samgöngufæri hafa skapað miklu nánara samband milli allra þjóða heimsins en áður var. Hinar stórkostlegu framfarir í verksmiðju- iðnaði hafa mjög breytt kjörum manna, mikil auðæfi hafa safnast til örfárra manna, fjöldinn lifir víða í örbirgö og volæði; samt streymir lýðurinn til stórborganna í von um góða atvinnu og nógar skemtanir. Samkepnin skapar nýtt erfiði og stöðugan óróa; stórveldin hervæðast og byggja bryndreka með afarkostnaði, til þess að vera til taks að verja markaði sína, sem þeir verða að hafa í öðrum heimsálfum, til þess að koma út afrakstri verksmiðj- anna, sem er altof mikill; svo stendur sífeldur ófriður af verk- smiðjulýðnum með óteljandi verkföllum og illdeilum. Ekki er nú vakurt, þó riðið sé! Prátt fyrir alt tal um mannkærleika og frelsi, er hnefarétturinn alstaðar hæstiréttur, alveg eins og í fornöld á íslandi. Hinum miklu framförum fylgja margs konar gallar og ókostir. Pað á eins við þjóðirnar eins og einstaklingana að: Allur manns er æfidans einhverjum blandinn kala og gleði öll hefir oftast göll og eitur í sínum hala. Á 19. öldinni hafa umbrotin verið mikil, fjöldi fræðikenninga og lífsskoðana hefir streymt inn á fólkið með aragrúa af nýjungum í vísindum og praktisku lífi. Par við bætist, að þjóðfélögin hafa verið að reyna að finna stjórnarfar, sem ætti við breyttar kring- umstæður, en það hefir því miður enn þá alveg mishepnast. Pað er annars mikil fyrirmunun, að þjóðirnar, þrátt fyrir allar framfarir í vísindum og iðnaði, skuli vera svo stutt komnar í praktiskri stjórnfræði og félagsskipun. í stjórnarfari eru engar verulegar framfarir sjáanlegar nú í meira en 2000 ár. Grikkir höfðu 4—500 árum f. Kr. »demókratiskt« stjórnarfyrirkomulag, svipað því, sem menn nú eru að burðast við að innleiða í flestum löndum, og reyndist það þá alveg eins illa eins og nú; og þó var menningin í Aþenuborg á dögum Períklesar á mjög háu stigi, svo að nafn- frægur Englendingur, Francis Galton, hefir jafnvel látið sér um munn fara, að á þeim tímum hafi Aþenuborgarmaður, svona upp

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.