Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Qupperneq 50

Eimreiðin - 01.09.1910, Qupperneq 50
206 áður hefði þekst1). Vitrir menn hafa og spáð því, að demó- kratiskt þingræði muni um lok 20. aldar vera orðið jafnilla þokkað eins og einvöld konungsstjórn var a 19. öld. Aldrei hefir verið talað jafnmikið um frelsi og þjóðerni eins og nú, en f reyndinni verða þessi fögru hugtök oft til ama og skaprauna. Pjóðernishreyfingarnar, sem oss eðlílega finnast svo réttmætar, hafa nú gripið allar smáþjóðir, og horfir það sumstaðar til stórvandræða, eins og t. d. í Makedóníu; þar búa menn af fjór- um þjóðflokkum (Grikkir, Tyrkir, Búlgarar og Serbar) í sömu sveit- unum, hver innan um annan, hatast innbyrðis og bítast og berjast og drepa hver annan, þegar þeir sjá sér færi. I Kákasus eru töluð um 40 tungumál af mjög sundruðum og ólíkum þjóðflokkum, og svipað ástand er víða í Austurevrópu og í Asíu; verður að halda þjóðflokkum þessum niðri með hervaldi, annars mundi hver rífa annan í sig; blöðin bera oft fregnir um manndráp og hryðjuverk í Armeníu og Litlu-Asíu; þar eru það helzt Kúrdar og Armeníu- menn, sem vegast á vegna þjóðernis og trúbragða. Úr frelsinu verður oft lítið, þegar til á að taka; frelsis-ofstækið er víða komið í stað trúbragða-ofstækisins í gamla daga; menn bérjast út úr því, sem þeir ekki vita hvað er; en á vorum dögum er frelsistalið hjá mentuðu þjóðunum sjaldan annað en gjálfur þeirra, sem af einhverjum ástæðum langar til að hefta mannfrelsið. Undir yfirvarpi frelsisins, eins og áður undir yfirvarpi trúar- innar, fremja menn allskonar óknytti og myrkraverk. Stjórnar- fyrirkomulag nútímans, lýðstjórnin (demókratí) þykist byggja á hinu mesta frelsi, en stefnir alstaðar til ófrelsis, eins og hinn frægi enski sagnaritari og stjórnmálamaður IV. E. H. Lecky glögglega hefir sýnt í hinu stóra riti sínu um lýðstjórn og frelsi2). Sagan sýnir, að jafnan hefir svo farið, að annaðhvort hefir lýðstjórnin orðið að harðstjórn í höndum ýmsra alþýðuforingja eða komist undir einn mann. Hin stórkostlegasta »demókratiska« stofnun, sem heimurinn nokkurntíma hefir séð, var hin kaþólska kirkja á miðöldunum; hún prédikaði andlegan jöfnuð allra, og með aðstoð hennar gat þrælssonurinn eða fátæklingurinn orðið jafningi kon- unga og jafnvel æðri að völdum og metorðum; en þó var stjórn *) Sjá ritgjörðir fí. Spencers „The great political superstition“ og „The coming slavery“ í Contemporary Review 1884. 2) W. E. H. Lecky: Democracy and Libert^ Voll. I—II. London 1899.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.